Samfélagsmiðlar

Tekur ekki undir gagnrýni á Isavia

Fyrrum forstjóri Iceland Express undrar sig á deilunni sem komin er upp um flugtíma á Keflavíkurflugvelli. Norsk yfirvöld, öfugt við íslensk, töldu sig ekki geta úrskurðað í samskonar máli á sínum tíma.

Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum forstjóri Iceland Express, segir það ekki sína reynslu að starfsmenn Isavia standi vörð um hag Icelandair. En í tilkynningu frá Wow Air í fyrradag sakar Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar um „vernda hagsmuni og einokun Icelandair“. Vísar hann þar til áfrýjunar Isavia á úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem fór fram á að Wow Air fengi afgreiðslutíma á vellinum til að hefja flug til Bandaríkjanna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála er nú með málið á sinni könnu og hefur nefndin frestað réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Það hefur sett Ameríkuflug Wow Air í uppnám samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins.

Í morgunútvarpi Rásar 2 í gær hélt Skúli Mogensen því fram að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefði komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld hefðu leyfi til að úthluta flugtímum til nýrra flugfélaga til að tryggja samkeppni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Túristi fékk hjá ESA þá hefur samkonar mál ekki komið á borð stofnunarinnar.

Fengu sömu tíma og Iceland Express

Wow Air óskaði eftir brottfarartíma fyrir flug til Boston klukkan 16:40 en fékk klukkan 17:50. Það er sami tími og Iceland Express hafði fyrir flug til Boston og New York árið 2011. Skarphéðinn Berg Steinarsson segir að þessir flugtímar hafi ekki reynst Iceland Express erfiðir. Hann segir að ákveðið samhengi verði að vera í flugáætluninni og Iceland Express flutti því morgunflug sín til Evrópu frá sjö að morgni til klukkan hálf níu þegar félagið hóf flug til N-Ameríku. Wow Air yrði að gera samskonar breytingar miðað við núverandi stöðu. Skarphéðinn segir að þessar breytingar á flugtímum hafi verið gerðar í samstarfi við Icelandair og Isavia á sínum tíma, t.a.m. hafi Icelandair flýtt sínum ferðum. Hann undrar sig á að þessi aðilar geti ekki fundið lausn á þessu máli núna.

Norsk yfirvöld ekki sammála

Fyrir um áratug síðan kom upp álíka deila milli Norwegian, SAS og norskra flugmálayfirvalda um afgreiðslutíma á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister sér um að samræma flugtíma í Noregi og hann segir í samtali við Túrista að yfirvöld þar hafi komist að þeirri niðurstöðu að þau gætu ekki beitt sér í málinu því úthlutun tíma væri hluti að evrópskum reglum. En EES-réttur vegur þyngra en innlendar reglugerðir. Norwegian þurfti því að fara á biðlista í einhverjum tilvikum en annars nota þá tíma sem í boði voru. Síðan þá hefur Norwegian vaxið hratt og er nú þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …