Hér eru ferðirnar fyrir þá sem vilja komast út ekki seinna en í næsta mánuði en ætla þó ekki að kosta öllu til.
Það er úr mestu að moða fyrir þá vilja til London, Kaupmannahafnar eða Oslóar enda er framboð á flugi til þessara borga meira en gengur og gerist.
Með því að smella á borgarheitin í listanum er hægt að gera einfaldan verðsamanburð á hótelum í viðkomandi borg og þannig setja saman ódýra helgarferð í næsta mánuði.
Hafa ber í huga að borga þarf fyrir innritaðan farangur hjá lággjaldaflugfélögunum.
20 ódýr helgarflug í mars
- Osló 6. til 9. mars: 22.321 kr. með Norwegian
- Kaupmannahöfn 6. til 10. mars: 29.476 kr. með Primera Air
- Kaupmannahöfn 7. til 10. mars: 35.230 kr. með Wow Air
- Kaupmannahöfn 13. til 17. mars: 37.260 kr. með Icelandair.
- Kaupmannahöfn 13. til 17. mars: 29.476 kr. með Primera Air
- Osló 13. til 16. mars: 35.530 með Icelandair
- Osló 13. til 17. mars: 34.376 með SAS
- Glasgow 14. til 18. mars: 33.940 kr. með Icelandair.
- London 14. til 16. mars: 38.333 kr. með Wow Air
- Kaupmannahöfn 15. til 17. mars: 29.230 kr. með Wow Air
- Edinborg 20. til 24. mars: 35.863 kr. með Easy Jet
- Osló 20. til 23. mars: 22.734 með Norwegian
- Kaupmannahöfn 20. til 24. mars: 29.476 kr. með Primera Air
- Manchester 21. til 24. mars: 37.240 kr. með Icelandair
- London 21. til 26. mars: 36.328 kr. með Icelandair
- Helsinki 21. til 24. mars: 39.800 kr. með Icelandair
- Bristol 27. til 31. mars: 36.794 kr. með Easy Jet
- London 28. til 31. mars: 34.333 kr. með Wow Air
- Kaupmannahöfn 28. til 31. mars: 29.230 kr. með Wow Air
- Manchester 29.mars til 1.apríl: 26.375 kr. með Easy Jet
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg – 15% afsláttur í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Ferðamynstur íslenskra túrista í Skandinavíu