Ætla ekki í samkeppni um farþega á leið til Kaupmannahafnar

Þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu fékk afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í sumar fyrir flug til Kaupmannahafnar. Forsvarsmenn félagsins ætla þó ekki að nýta sér tímana.

Í farþegum talið þá er flugleiðin milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur ein af þeim vinsælustu á flugvellinum við Kastrup yfir sumarmánuðina. Forsvarsmenn norska flugfélagsins Norwegian hafa auga á þessari leið og sóttu nýverið um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir flug til höfuðborgar Danmerkur líkt og Túristi greindi frá.

Ekkert verður hins vegar úr þessum áformum á næstunni og segir talsmaður Norwegian í svari til Túrista að félagið kanni flug til fjölmargra áfangastaða og sæki því víða um afgreiðslutíma án þess þó að notfæra sér þá alla.

Norwegian flýgur hingað frá Osló allt árið um kring og bætir fljótlega við áætlunarferðum frá Bergen.

Næst vinsælasta flugleiðin

Yfir aðal ferðamannatímann í ár ætlar Icelandair að fljúga allt að tuttugu og sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar og Wow Air býður upp á morgunflug alla daga. Af þeim 48 borgum sem flogið verður til frá Keflavík í sumar þá er þá er þetta meira framboð af ferðum en til nokkurrar annarrar borgar að London undanskilinni.

NÝJAR GREINAR: Fleiri til Köben en Stokkhólm og Oslóar
TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn3ja nóttin frí í Edinborg