Ótrúlegur verðmunur á bílaleigum Spánar

Það er allt að því helmings munur á töxtum bílaleiganna á flugvöllunum í Alicante og Barcelona í sumar. Verðið ræðst oft af því hvar er leitað.

Spánarreisur eru vinsælar hér á landi á sumrin og þar sem flogið er reglulega til Alicante og Barcelona eru margir sem hefja ferðalagið í þessum borgum. Þeir sem eru á eigin vegum leigja líklega margir bíl og sá hópur getur sparað sér tugi þúsunda með því að nýta sér leitarvélar í stað þess að taka bílinn beint hjá stóru leigunum eins og sjá má í töflunum hér fyrir neðan.

Í júní er Rentalcars.com, samstarfsaðili Túrista, með lægsta verðið en í ágúst kom Cartrawler, sem knýr áfram bílaleiguleit Dohop og Icelandair, betur út. Budget, samstarfsaðili Wow Air, og Hertz eru hins vegar miklu dýrari kostur eins og sjá má.

Dagsetningarnar í könnuninni voru valdar af handahófi en miðað var við tveggja vikna leigu. Ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum. Og stundum var engin sjálfsábyrgð í kaupbæti.

Verð á bílaleigubíl í flokknum „Compact“ á flugvöllunum í Alicante og Barcelona:

Alicante flugvöllur
14/6-28/6
26/7-9/8
Budget 70.907 kr. 126.054 kr.
Dohop 38.390 kr. 68.485 kr.
Hertz 76.790 kr. 125.095 kr.
Túristi.is/Rentalcars.com 35.866 kr. 71.011 kr.
Barcelona flugvöllur
14/6-28/6
26/7-9/8
Budget 78.958 kr. 126.023 kr.
Dohop 44.947 kr. 72.006 kr.
Hertz 81.744 kr. 126.023 kr.
Túristi.is/Rentalcars.com 41.979 kr. 78.143 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 


Mynd: Barcelona tourism