Er offramboð á flugi til London?

Farmiðar til höfuðborgar Bretlands hafa lækkað töluvert milli ára en á sama tíma hefur ferðunum þangað fjölga mikið. Túristi kannaði hug forsvarsmanna flugfélaganna til þessarar þróunar.

Fyrir tveimur árum síðan var boðið upp á nítján ferðir í viku frá Keflavík til London. Þær eru núna 40 talsins. Munar þar um tímabundna aukningu hjá Icelandair og Easy Jet í febrúar og mars en breska félagið gerir nú tilraun á daglegu flugi hingað frá höfuðborg Bretlands. Samkvæmt upplýsingum frá Easy Jet þá eru starfsmenn félagsins mjög ánægðir með viðtökurnar en ekki er búið að taka endanlega ákvörðun með daglegt flug til Luton flugvallar til frambúðar.

Tugprósenta lækkun

Eins og kom fram í niðurstöðum verðkönnunar Túrista í síðustu viku þá hafa fargjöld Easy Jet, Icelandair og Wow Air til London í mars lækkað umtalsvert frá sama tíma í fyrra. Sem dæmi má nefna að ódýrasta farið hjá Easy Jet kostaði þrjátíu þúsund krónum minna núna en í febrúar í fyrra. Verðlækkunin hjá íslensku félögunum nemur rúmum fjórðungi.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir það vera ýmislegt sem hafi áhrif á fargjöld, m.a. framboð og eftirspurn og bókunarstaðan. Einnig geti tímasetning páska haft sitt að segja. „Það verður bara að koma í ljós hversu mikið framboð á einstaka áfangastaði, t.d. London, er hæfilegt,” segir Guðjón aðspurður um hvort það sé markaður fyrir 40 ferðir í viku til London frá Íslandi.

NÝJAR GREINAR: Ætla ekki í samkeppni um farþega á leið til KaupmannahafnarFlogið til 48 borga í sumar
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg15% afsláttur í Kaupmannahöfn