Samfélagsmiðlar

Fína borgin við vatnið

Það er löng hefð fyrir því að stilla til friðar í Genf. Það eru þó ekki íbúarnir sem láta svona illa enda er borgin vanalega í einu af efstu sætunum yfir lífvænlegustu þéttbýli jarðar. Næsta sumar hefst beint flug frá Keflavík til borgarinnar.

Við bakka Genfarvatns standa reisulegar byggingar sem hýsa fimm stjörnu hótel, frægar úrabúðir og fína veitingastaði. Í hæðunum fyrir ofan eru svo dýrustu villur álfunnar. Vatnið sjálft er þó leikvöllur allra borgarbúa. Á sumrin svamla þar allir saman og á veturna hittist fólk af öllum stéttum í gufubaðinu á La Buvette des Bain, bryggjunni sem gengur út í vatnið.  Þaðan er líka fallegt útsýni til fjalla en allir tindar sem sjást frá Genf, þar á meðal Mont Blanc, eru hinum megin við landamærin.

Ókeypis samgöngur

Þrátt fyrir ríkidæmið þá getur venjulegt fólk notið lífsins í þessari fallegu borg þar sem 0,2 prósent íbúanna eiga Ferrari, Porsche eða Rolls Royce. Það kostar til að mynda minna að setjast á útikaffihús á Bourg-de-Four í gamla bænum en við Gammel Strand í Köben eða Gamla Stan í Stokkhólmi. Aðgangur að nýlistinni á Mamco safninu er ódýrari en að Hafnarhúsinu og í Genf fá allir hótelgestir passa sem gildir í sporvagna, strætó og bátanna sem skutla fólki yfir vatnið. Lestin til og frá flugvellinum er einnig í boði borgarstjórnar. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju upp þennan sið.

Gjörólíkir nágrannar

Íbúar Genfar urðu um langt skeið að lifa gleðisnauðu lífi að hætti Kalvínista. Fólkið gat þó komist út fyrir múranna af og til og þá var haldið í nærliggjandi þorp þar sem lífsins lystisemda var notið í óhóflegu magni áður en grár hversdagsleikinn í Genf tók við á ný. Þó lokaðar búðir og veitingastaðir á sunnudögum séu sennilega það eina sem eftir er af ströngum lífsreglum frá fyrri tíð þá nýtur nágrannasveitarfélagið Carouge enn mikilla vinsælda meðal borgarbúa sem vilja skipta um umhverfi. Þekktustu arkitektar Ítala voru fengnir til að reisa þennan kaþólska bæ í lok átjándu aldar og tekur aðeins nokkrar mínútur að taka sporvagn þangað frá miðborg Genfar. Sá stutti útidúr er tímans virði.

Icelandir hefur flug til Genfar í sumar og þá gefst íslenskum ferðamönnum betra aðgengi að heimaborg Rauða krossins, Genfarsáttmálans og Sameinuðu þjóðanna. Svissneskar og franskar nærsveitir þessarar glæsilegu borgar er ekki síður spennandi og er jafnvel hægt að gera þeim góð skil í dagsferðum. Þá nýtist lestarpassinn sem gestir borgarinnar fá vel því hann gildir í sumum tilfellum þegar komið er út fyrir borgarmörkin.

Sjá vegvísi Túrista fyrir Genf

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …