Fínt kaffihús fyrir snusara í Stokkhólmi

Þeir sem vilja njóta sænsks munntóbaks ættu að koma við í verslun Svensk Snus í miðborg Stokkhólms og jafnvel fá sér kaffi og gulrótaköku í leiðinni.

Neysla á snusi (munntóbaki) í Svíþjóð er lygilega mikil og fer ekki í manngreinarálit. Í ríki Karls Jóhanns ganga því alls kyns karlar og konur um borgir og bæi með útbólgna efri vör. Á einu fínasta horni Kungsgatan, Broadway Stokkhólms, er tóbaksbúðin Svenskt snus til húsa. En fyrirtækið hefur sérhæft sig í munntóbaki síðan árið 1822.

Í versluninni getur tóbaksliðið valið úr alls kyns sortum en þeir sem eru að aðeins að leita eftir góðum kaffibolla, og kannski fríu neti, ættu ekki að hika við að kíkja inn í þessa fallegu búð. Espressóbar hússins er nefnilega ljómandi og kökurnar góðar.

Svenskt snus er við Kungsgatan númer 3 og er opið frá 10 til 19 virka daga en til 17 á laugardögum.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl