Fjórðungi fleiri ferðir til útlanda

Í janúar jókst umferð um Keflavíkurflugvell töluvert og vægi hlutfélaganna hefur breyst síðastliðið ár.

Áætlunarferðum frá Keflavík fjölgaði um nærri fimm á dag í síðasta mánuði í samanburði við janúar 2012. Þá stóð Icelandair fyrir meira en átta af hverjum tíu brottförum en nú er hlutfallið rúmlega sjötíu prósent.

Ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að Wow Air og Easy Jet hafa bætt verulega við framboð sitt. Íslenska félagið flaug nærri því tvisvar sinnum oftar í janúar en á sama tíma í fyrra. Ferðum þess síðarnefnda fjölgaði úr 13 í 46 samkvæmt talningu Túrista.

Vægi flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í janúar 2014, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 72,1%
  2. Wow air: 17,5%
  3. Easy Jet: 6,8%
  4. Norwegian: 2,1%
  5. SAS: 1,5%

TILBOÐ: Sérkjör á gistingu í Kaupmannahöfn, Berlín, Krít, Edinborg og Stokkhólmi
BÍLALEIGUBÍLL: Gerðu verðsamanburð á bílaleigum út um allan heim