Áframhaldandi ferðagleði meðal Íslendinga

Í janúar fóru fleiri Íslendingar til útlanda en á sama tíma á síðasta ári. Þetta er í takt mánuðina á undan.

Utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði mikið síðustu fjóra mánuðina í fyrra eftir að hafa nánast staðið í stað fram að því í samanburði við árið 2012. Mesta stökkið milli mánaða var til dæmis í desember og október var vinsælasti ferðamánuðurinn.

Þessi þróun hélt áfram í síðasta mánuði því þá fóru 2.295 fleiri íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll en í janúar 2013 samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Nemur aukningin um tíu prósentum milli ára.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?