Fleiri til Köben og Stokk­hólms en færri til Oslóar

Af höfuð­borgum Skandi­navíu þá nýtur Kaup­manna­höfn lang­mestrar hylli meðal íslenskra ferða­manna. Mikill munur er á því hvernig Íslend­ingar dreifast um Noreg, Svíþjóð og Danmörku.

Það eru þrjú flug­félög sem fljúga héðan til Oslóar og verðk­ann­anir Túrista hafa endur­tekið sýnt að það kostar minna að fljúga þangað en til Kaup­manna­hafnar og London. Þrátt fyrir það þá fækkaði gistinóttum Íslend­inga í höfuð­borg Noregs í fyrra um fimm af hundraði í saman­burði við árið á undan samkvæmt tölum hagstof­unnar þar í landi.

Íslenskum hótelgestum í Noregi fjölgaði þó um 16 prósent á síðasta ári og aðeins sjötti hver Íslend­ingur, sem heim­sækir Noreg, gistir í höfuð­borg­inni. Í Svíþjóð gistir annar hver Íslend­ingur í Stokk­hólmi og í Danmörku dvelja átta af hverjum tíu íslenskum ferða­mönnum á hótelum á Kaup­manna­hafn­ar­svæðinu.

Lang­flestir til Kaup­manna­hafnar

Það er flogið til fjög­urra flug­valla í Noregi og það kann að vera ástæðan fyrir því að íslenskir ferða­langar dreifast svo víða um landið á meðan þeir halda sig aðal­lega við höfuð­borg­irnar í Svíþjóð og Danmörku. En í þeim löndum er aðeins í boði flug til tveggja flug­valla.

Í fyrra voru gist­inætur okkar í Kaup­manna­höfn 33.512 talsins, 9871 í Stokk­hólmi og 5721 í Osló. En allar þessar borgir eru meðal vinsæl­ustu flug­leið­anna frá Keflavík.

ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
NÝTT: Fína borgin við vatnið