Nýja flugstöðin opnar í fyrsta lagi fimm árum of seint

Haustið 2011 stóð til að láta alla farþega á leið til Berlínar lenda á sama stað. Ekkert varð úr því og nú telja forsvarsmenn Brandenburg flugvalar að verkið tefjist enn frekar.

Á tímabili voru þrír alþjóðlegir flugvellir í Berlín en eftir að Tempelhof var lokað fyrir nokkrum árum eru það Tegel og Schönefeld sem sinna hlutverkinu. Sá síðastnefndi er orðinn mjög slitinn eins og þeir farþegar sem hafa flogið þaðan hafa reynt. Innritunarsalurinn er alltof lítill, töskuafgreiðslan seinleg og fríhöfnin fábrotin. Enda hefur ekki verið ráðist í viðhald á Schönefeld um árabil því nýja Brandenburg flugstöðin átti að taka yfir allt millilandaflug til borgarinnar fyrir nærri þremur árum síðan.

Stuttu fyrir opnun neitaði hinsvegar brunavarnareftirlit Þýskalands að votta nýju flughöfnina og ennþá hefur ekki tekist að gera þær úrbætur sem til þarf.

Forsvarsmenn stærstu flugfélaga Þýskalands hafa gagnrýnt málið harðlega og um tíma var talið að borgarstjóri Berlínar þyrfti að segja af sér vegna þess. Því verkið hefur ekki bara tafist heldur einnig farið langt fram úr áætlun. Kröfur um afsögn gætu gerst háværar á ný því í vikunni gaf stjórnarformaður Brandenburg flugvallar það út að það verði í fyrsta lagið árið 2016 sem farþegar fari um nýju flugstöðina. Fimm árum eftir að til stóð að taka hana í notkun.

Smelltu til að sjá hvaða flugfélög fljúga hvert í sumar

NÝJAR GREINAR: Ætla ekki í samkeppni um farþega á leið til Kaupmannahafnar
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg15% afsláttur í Kaupmannahöfn