Verður hæsta vatnsrennibraut veraldar

Eigandi vatnsleikjagarðs í Bandaríkjunum vill ekki gefa upp hversu há nýja rennibrautin í garðinum verður en hann lofar að hún verði sú hæsta í heimi.

Það munu sennilega ófáir missa kjarkinn í Kansas í sumar þegar nýjasta viðbótin við Schlitterbahn vatnsleikagarðinn verður tekin í notkun. Um er að ræða háan turn með brattri rennu sem sendir fólk á ógnarhraða niður í átt að stórri bungu sem hægir á ferðinni áður en komið er út í laug. Hefur brautin hlotið nafnið Verruckt sem þýða mætti sem sturlun.

Brautin á að verða sú hæsta í heimi en ekki fást upplýsingar um nákvæmlega hversu há hún verður en í dag er það hin fjörtíu metra háa Insano í Ríó sem hampar þeim titli. Brátt mun Verruckt taka við nafnbótinni en myndbandið hér fyrir ofan gefur smá hugmynd um á hverju fólk á von þegar það sest í rennuna í Kansas.

Til samanburðar má geta að stóra rennibrautin í Laugardalslaug er átta metra há.

 

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?