Nærri fjórða hver vél fór til London

Það er flogið miklu oftar til höfuðborgar Bretlands frá Keflavík en nokkurrar annarrar borgar. Ferðunum þangað fjölgaði í janúar.

Flugfarþegum hér á landi stendur til boða beint flug til þriggja flugvalla í nágrenni við London. Í síðasta mánuði voru farnar þangað 160 ferðir frá Keflavík sem er miklu meira framboð en til Kaupmannahafnar sem er sá áfangastaður sem næst oftast er flogið til. Fjölgaði brottförum til London um nærri tuttugu frá því í desember.

Það var boðið upp á áætlunarflug til 24 borga í síðasta mánuði og eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá eru höfuðborgir Skandinavíu í þremur af fimm efstu sætunum samkvæmt talningu Túrista.

Vægi áfangastaðanna í brottförum talið í janúar:

  1. London: 23,6%
  2. Kaupmannahöfn: 14,5%
  3. Osló 8,9%
  4. París: 5,9%
  5. Stokkhólmur: 5,5%
  6. New York: 5,3%
  7. Boston: 4,6%
  8. Amsterdam: 4,1%
  9. Seattle: 3,8%
  10. Manchester: 3,2%

VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim