Nærri fjórða hver vél fór til London

Það er flogið miklu oftar til höfuð­borgar Bret­lands frá Keflavík en nokk­urrar annarrar borgar. Ferð­unum þangað fjölgaði í janúar.

Flug­far­þegum hér á landi stendur til boða beint flug til þriggja flug­valla í nágrenni við London. Í síðasta mánuði voru farnar þangað 160 ferðir frá Keflavík sem er miklu meira framboð en til Kaup­manna­hafnar sem er sá áfanga­staður sem næst oftast er flogið til. Fjölgaði brott­förum til London um nærri tuttugu frá því í desember.

Það var boðið upp á áætl­un­ar­flug til 24 borga í síðasta mánuði og eins og sjá má á list­anum hér fyrir neðan þá eru höfuð­borgir Skandi­navíu í þremur af fimm efstu sætunum samkvæmt taln­ingu Túrista.

Vægi áfanga­stað­anna í brott­förum talið í janúar:

  1. London: 23,6%
  2. Kaup­manna­höfn: 14,5%
  3. Osló 8,9%
  4. París: 5,9%
  5. Stokk­hólmur: 5,5%
  6. New York: 5,3%
  7. Boston: 4,6%
  8. Amsterdam: 4,1%
  9. Seattle: 3,8%
  10. Manchester: 3,2%

VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bíla­leigubíl
HÓTEL: Gerðu verð­sam­an­burð á gist­ingu út um allan heim