Samfélagsmiðlar

Segir Samkeppniseftirlitið leggja sér orð í munn

Í dag sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu vegna viðtals Túrista við fyrrum forstjóra Iceland Express. Hann segist þó ekki kannast við þau orð sem eftirlitið eignar honum.

Það eru þrír mánuðir síðan að Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að Wow Air skyldi fá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til að hefja flug til Bandaríkjanna á umbeðnum tímum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hins vegar frestað réttaráhrifum úrskurðarins. Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, sagði þá ákvörðun setja áform félagsins um flug til Bandaríkjanna í uppnám. Hann sakaði jafnframt Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, um að vernda hagsmuni Icelandair. Í viðtali við Túrista á föstudaginn tók Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum forstjóri Iceland Express, ekki undir þessa gagnrýni á Isavia og sagði jafnframt að flugtímarnir sem félagið hafði til flugs til Bandaríkjanna hefðu ekki reynst erfiðir. En Wow Air fékk sömu tíma úthlutaða í lok árs.

Í morgun sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu (sjá hér fyrir neðan) vegna viðtalsins og segir þar að yfirlýsingar Skarphéðins séu í ósamræmi við þau sjónarmið sem líst var í kvörtun Iceland Express til eftirlitsins í júní 2012. Skarphéðinn segir hins vegar að eftirlitið leggi honum orð í munn og segir vinnubrögðin forkastanleg eins og sjá má í svari hans til Túrista hér fyrir neðan.

Svar Skarphéðins Berg:

Í frétt á Túristi.is sl. föstudag var ég spurður hvernig þeir flugtímar sem Iceland Express hafði til Ameríkuflugs á sínum tíma hafi reynst. Ég svaraði því til að þetta hefði gengið ágætlega enda hefðu aðrir afgreiðslutímar á Keflavíkurflugvelli verið í samræmi við þá. Slíkt væri mikilvægt. Þá var ég spurður almennt um þá deilu sem uppi væri vegna þess að Wow telur þessa afgreiðslutíma ekki henta sér og svaraði ég því til að það væri undarlegt að hlutaðeigandi gætu ekki fundið lausn á þessu í sameiningu. Þá væri það mín reynsla af forsvarsmönnum ISAVIA að þeir væru jafnan reiðubúnir til að leita lausna á vandamálum sem kæmu upp. Tók fram að ég teldi þá ekki sérstaka hagsmunagæslumenn Icelandair.

Í orðsendingu Samkeppniseftirlitsins til fjölmiðla í dag er vísað í umfjöllun fjölmiðla frá því á föstudag og sagt að „[ég] furði [mig] á málarekstri gagnvart Isavia“ og að „Iceland Express hafi ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011“. Þessi ummæli hafa mér vitanlega hvergi komið fram í fjölmiðlum. Hér leggur Samkeppniseftirlitið mér orð í munn. Ég hef aldrei furðað mig á einu eða neinu um einhvern málarekstur sem ég veit ekkert um. Þá væri fráleitt af mér að halda því fram að Iceland Express hafi ekki átt í nokkrum vandkvæðum með flug til Ameríku. Það hefðu hins vegar ekki verið umræddir brottfarartímar sem ollu vandræðum.

Á þeim tíma sem ég stýrði rekstri Iceland Express beindi félagið ýmsum athugasemdum og ábendingum til Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin sá þá hins vegar aldrei ástæðu til að aðhafast í málefnum er vörðuðu félagið með líkum hætti og hún gerir nú í þágu Wow air.

Þessi ummæli sem Samkeppniseftirlitið eignar mér er uppspuni þeirra. Eini fjölmiðillinn sem ég ræddi við á föstudaginn og hafði eftir mér ummæli var Túristi.is. Hvergi er þar að finna þessi tilvitnuðu ummæli. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg en koma svo sem ekki á óvart þegar forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins eru annars vegar. Þeir eiga það til að hlaupa hratt framúr sjálfum sér.

Yfirlýsing Samkeppniseftirlitins:

Á fjölmiðlum á föstudag er haft eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra Iceland Express, að hann furði sig á málarekstri gagnvart Isavia, en Wow Air hefur undanfarna mánuði leitað eftir flugafgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli, á tilteknum tímabilum dagsins, í því skyni að hefja Ameríkuflug í samkeppni við Icelandair. Samkeppniseftirlitið fjallaði um málið í ákvörðun nr. 25/2013 og beindi bindandi fyrirmælum til Isavia vegna málsins í því skyni að efla samkeppni.

Í fyrrgreindum fréttum er haft eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni að Iceland Express hafi ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011. Af þessu tilefni er rétt að fram komi að á þeim tíma sem Skarphéðinn vísar til hafði Samkeppniseftirlitið til meðferðar kvörtun frá Iceland Express þar sem félagið kvartaði undan alvarlegum samkeppnishindrunum sem stöfuðu af úthlutun flugafgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Í júní 2012, þegar Skarphéðinn var framkvæmdastjóri Iceland Express, barst Samkeppniseftirlitinu bréf frá félaginu þar sem fram kemur það mat að fyrirkomulag Isavia við úthlutun afgreiðslutíma hafi haft veruleg útilokunaráhrif fyrir Iceland Express og viðhéldi yfirburðarstöðu Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Einnig er vísað til þess að Isavia hafi með fyrirkomulaginu veitt Icelandair samkeppnisforskot og „einkarétt“ á bestu afgreiðslutímum á flugvellinum. Hafi Iceland Express m.a. þurft að hætta áætlunarflugi til Bandaríkjanna sem það hafði starfrækt árin 2010 og 2011.

Yfirlýsingar Skarphéðins Berg Steinarssonar um úthlutun Isavia á afgreiðlutímum eru því í ósamræmi við sjónarmið sem Iceland Express undir hans stjórn setti fram við Samkeppniseftirlitið um mitt ár 2012. Telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að opinber umræða um mikilvæg samkeppnismál fari fram á grundvelli réttra forsendna.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …