Rúmlega níu af hverjum tíu ferðum á vegum Easy Jet og Wow Air voru á réttum tíma í janúar en þeim seinkaði oftar hjá Icelandair.
Það var lítið um tafir á komum og brottförum þriggja umsvifamestu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Framförin frá því í desember var góð en sá mánuður var einn sá lakasti hjá félögunum síðan að Túristi hóf að reikna út stundvísitölur sínar í júní árið 2011.
Að þessu sinni er Easy Jet tekið með í samantektina, hér fyrir neðan, enda hefur félagið fjölgað ferðum sínum til og frá landinu hratt undanfarna mánuði og stendur fyrir nærri 7 prósent ef öllu millilandaflugi héðan. Ferðir SAS og Norwegian voru mun færri en eins og sagt var frá hér á síðunni í gær þá hefur síðarnefnda félagið fengið afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir flug til Kaupmannahafnar. Umsvif þess gætu því aukist þegar líður á árið en félagið hefur flug hingað frá Bergen í vor.
Stundvísitölur Túrista – janúar 2014
1.-31.janúar | Hlutfall brottfara á tíma | Meðalseinkun brottfara | Hlutfall koma á tíma | Meðalseinkun koma | Hlutfall ferða á tíma | Meðalseinkun alls | Fjöldi ferða |
Icelandair |
83% |
2 mín | 79% | 6 mín | 81% | 3,5 mín | 978 |
Wow Air | 88% | 5 mín | 96% | 2 mín | 92% | 3,5 mín | 234 |
Easy Jet | 94% | 1 mín | 89% | 1,5 mín | 91% | 1 mín | 92 |
Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um minna en korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru 14 mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru lengri en 15 mínútur. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.
VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg
Mynd: Gilderic/Creative Commons