Tugpró­senta lækkun á farmiðum

Það er flogið mun oftar héðan til Lundúna nú en á sama tíma í fyrra. Ódýr­ustu fargjöld félag­anna þriggja sem fljúga til borg­ar­innar hafa lækkað um nærri fjörtíu prósent milli ára. Farmiðar til Kaup­manna­hafnar og Oslóar lækka líka.

Fyrir ári síðan kostaði ódýr­asta farið til London eftir fjórar vikur tæpar 58 þúsund krónur. Í dag er hins vegar hægt að bóka flug til borg­ar­innar fyrir um 42 þúsund með svo skömmum fyrir­vara. Lægstu verð Icelandair og Wow Air hafa lækkað um rúmlega fjórðung frá könnun Túrista fyrir ári síðan og hjá Easy Jet kostar ódýr­asta farið nærri þrjátíu þúsund krónum minna en í fyrra eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan.

Líkt og greint var frá hér á síðunni nýverið þá hefur framboð á flugi til London meira en tvöfaldast síðustu tvö ár og eru viku­legar ferðir nú fjörtíu talsins. Sú aukning gæti verið útskýr­ingin á þessari miklu verð­lækkun núna.

Sama upp á teningnum í flugi til Kaup­manna­hafnar og Oslóar

Í þessari viku er Wow Air með tilboð á flugi til Kaup­manna­hafnar og það kann að vera ástæðan fyrir því að lægsta far félagins til höfuð­borgar Danmerkur, um miðjan mars, hefur lækkað um rúmlega 12 þúsund milli ára. Fargjöld Icelandair hafa þó einnig lækkað um nærri sömu upphæð.

Túristi kannaði ekki hvað kostaði að bóka flug til Oslóar með litlum fyrir­vara í fyrra en eins og sjá má á næstu síðu þá hefur farið með Norwegian lækkað um helming ef gengið er frá kaup­unum með þriggja mánaða fyrir­vara. Eins og áður er farang­urs­gjaldi bætt við farmiða­verðið þegar það á við.

Þróun fargjalda í viku 12 (17.–23. mars) milli ára þegar bókað er með fjög­urra vikna fyrir­vara

2014

2013 Breyting
London:
Easy Jet 44.395 kr. 73.268 kr. -39%
Icelandair 44.500 kr. 61.150 kr. -27%
Wow Air 42.323 kr. 57.825 kr. -27%
Kaup­manna­höfn:
Icelandair 48.460 kr. 59.040 kr. -18%
Wow Air 42.220 kr. 54.560 kr. -23%
Osló:
Icelandair 33.240 kr. Osló var ekki hluti af verð­könn­uninn í fyrra -
Norwegian 20.735 kr. - -
SAS 34.366 kr. - -


Í þessum mánað­ar­legu könn­unum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarks­dvöl í útlöndum sé tveir sólar­hringar. Farangurs- og kred­it­korta­gjöld eru tekin með í reikn­inginn (sjá saman­tekt yfir auka­gjöld hér). Verð voru fundin á heima­síðum félag­anna 19. febrúar 2014 og 18.febrúar 2013.

Á næstu síðu má sjá þróun verð­gjalda í viku 20

BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bíla­leigubíl