Samfélagsmiðlar

Vesenið með þjórféð

kaffi 860

Á að námunda upp að næsta tug, gefa tíu eða fimmtán prósent eða bara sleppa því? Hér er reynt að ráða í hinar óskrifuðu reglur um þjórfé í hinum ýmsu löndum.

Kreditkortagreiðslur hafa gert það einfaldara að gefa þjórfé. Um leið og pinnið er slegið inn posann þá gefst kúnnanum oft möguleiki á að bæta við reikninginn. Þörfin á að vera með úrval af smámynt og seðlum er því ekki eins mikil og hún var. Það er samt ekki einfalt að vita hversu mikið á að gefa í hverju landi fyrir sig. Á heimasíðum ferðamálayfirvalda eru oft að finna upplýsingar um þennan málaflokk og hér eru þær reglur sem gott er að hafa bakvið eyrað til að móðga engan og komast hjá því að borga of mikið.

Bandaríkin og Kanada

Víðast hvar dugar að bæta tíund við reikninginn en fimmtán prósent er meira í takt við það sem heimamenn gera. Íbúar New York borgar eru þó mun gjafmildari og þjónustufólk þar er vant því að viðskiptavinir bæti um fimmtungi við reikninginn. Á kaffihúsum og skyndibitastöðum er þjórféið oftast látið í krukkur við kassann. Leigubílstjórar fá líka sína tíund. Ef taskan er borin upp á herbergi fyrir þig þá skal gefa nokkra dollara. En þess háttar þjónusta er reyndar ansi fátíð.

Bretland

Á breskri grundu er þjónustugjaldinu ekki alltaf bætt við og því þarf að skoða reikninginn áður en gefið er þjórfé til að komast hjá því að tvíborga. Ef gjaldið er ekki innifalið er til siðs að bæta 10 til 15 prósentum ofan á. Sömu sögu er að segja um leigubíla.

Frakkland

Þjónar í París eru víst ekki vanir því að gestirnir skilji eftir handa þeim ríkulegt þjórfé. Þjónustugjaldið er innifalið (merkt „service compris”) og á að duga. En það er líka í lagi að skilja eftir smá klink, t.d. nokkrar evrur á veitingastað en minna á kaffihúsum.

Norðurlöndin

Margur hefði haldið að sömu reglur giltu meðal frændþjóðanna og hér á landi varðandi drykkjupeninga. Svo er þó ekki raunin. Þjónar í Skandinavíu reikna til dæmis með smá viðbót en þó undir tíu prósentum og leigubílstjórar líka. Á kaffihúsum er nóg að láta nokkrar krónur í glas við kassann. Alls staðar kemstu þó upp með að gefa ekki eyri.

Spánn

Á Spáni á allt að vera innifalið í söluverðinu. Hins vegar er það til siðs að gefa fimm til tíu prósent aukalega á veitingastöðum, börum, hótelum og leigubílum.

Sviss

Beint flug til Sviss mun aukast í sumar og því væntanlega fleiri sem gera sér ferð þangað í ár en árin á undan. Sá hópur ætti þó ekki að þurfa að spá í þessi mál því þjónustugjaldið er innifalið og á að duga. En auðvitað slær enginn hendinni á móti nokkrum frönkum segja þeir hjá ferðamálaráði Sviss.

Þýskaland

Þjónustugjöld eru oftast innifalinn í reikningnum en engu að síður er mælt með því að fólk borgi 10 prósent þjórfé á matsölustöðum. Það er einnig tekið fram að hárgreiðslufólk reiknar með álíka aukaþóknun.

Við þetta má svo bæta að víða þykir viðeigandi að gefa herbergisþernunni 1-3 dollara/evrur/pund á dag og setja á blað með kveðju svo hún átti sig á því að klinkið sé ætlað henni.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …