Ýmislegt reynt til að fá farþega til að fylgjast með

Bikinífyrirsætur, sjónvarpskarakterinn Alf og liðsmaður hljómsveitarinnar Devo eiga að auka líkurnar á að farþegar Delta og Air Zealand horfi með fullri athygli á öryggismyndbandið sem er spilað fyrir flugtak.

Undanfarin ár hafa mörg flugfélög reynt að fríska upp á hina stöðluðu kynningu á því hvað farþegar eigi að gera ef súrefnisgrímur birtast óvænt, hvar neyðarútgangarnir eru og hvernig skóbúnaður er leyfður á rennibrautinni út úr vélinni.

Forsvarsmenn flugfélaganna Air New Zealand og Delta í Bandaríkjunum kynntu nýverið myndbönd sem er ætlað er að halda athygli flugfarþega í fimm mínútur eða svo á meðan farið er yfir helstu atriði varðandi öryggi um borð.

Nýsjálenska framlagið hefur reyndar verið gangrýnt fyrir að sýna aðeins léttklæddar konur en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem sú leið er farin hjá félaginu. Fyrir nokkrum árum birtist forstjóri félagsins ásamt fleiri starfsmönnum í samskonar myndbandi og voru allir þátttakendur aðeins með líkamsmálningu á sér.

Hér má sjá myndböndin frá Delta og Air New Zealand:

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?