1,7 milljónir flugsæta í boði

Það verður flogið til nærri fimmtíu borga frá Keflavík yfir aðalferðamannatímann í ár. Í vélunum er pláss fyrir fimmfaldan íbúafjölda landsins.

Fjórir nýir áfangastaðir bætast við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar í ár. Í heildina verður flogið reglulega til 13 borga í N-Ameríku og 36 í Evrópu yfir sumartímbilið sem nær frá 30. mars og fram til 25. október.

Ef miðað er við hámarks sætafjölda í þotum flugfélaganna, sem halda uppi áætlunarfluginu, þá verður hægt að ferja rúmlega 1,7 milljónir farþega frá landinu á þessu sjö mánaða tímabili og jafn marga tilbaka á ný. Þetta sést þegar rýnt er í sumaráætlun Keflavíkurflugvallar. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári fóru tæplega 2,8 milljónir farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

10 þúsund farþegar á dag

Ríflega helmingur af öllum þessum flugsætum er í boði yfir sumarmánuðina þrjá en júlí er þeirra stærstur. Þá er pláss fyrir liðlega 318 þúsund farþega og daglega geta því um tíu þúsund manns flogið frá Keflavík til útlanda í júlí. Framboðið í ágúst er nærri því jafn mikið en nokkru minna í júní.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM