Aðeins gengið upp í mót

Það reynist mörgum erfitt að ganga niður halla en það ætti ekki að koma í veg fyrir að fólk geti spreytt sig á Ölpunum í sumar.

Þeir sem ganga á fjöll þurfa á endanum að skila sér til byggða. Heimferðin er þó mörgum erfið því ganga niður í mót tekur oft meira á hné og liði en ferðin upp. Margir göngugarpar halda sig því á jafnsléttu eða jafnvel bara heima.

Í sumar gefst hins vegar þessum hópi tækifæri á að ganga um Alpana því þá efna Bændaferðir til sérstakrar gönguferðar sem er sérstaklega hönnuð fyrir þá sem eru með vandamál tengd liðum eða fyrir fólk með gerviliðamót. Heilbrigðisstarfsfólk og fjallasérfræðinga koma að skipulagningunni og fararstjóri þessarar ferðar er íþróttafræðingur sem vinnur við endurhæfingu á Reykjalundi.

Þátttakendur í ferðinni þurfa aðeins að skila sér fjallstoppinn en fá svo að sitja í rútum eða kláfum á leiðinni niður. Á heimasíðu Bændaferða má sjá meira um þessa einstöku ferð.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl