Fjórða hver ferð á vegum Wow Air og Easy Jet

Breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet flaug meira en fjórum sinnum oftar til og frá landinu í febrúar en á sama tíma í fyrra. Vægi Icelandair á Keflavíkurflugvelli minnkar milli ára.

Í febrúar í fyrra stóð Icelandair undir meira en átta af hverjum tíu brottförum frá Keflavík. Núna er hlutdeild félagsins tæplega 70 prósent samkvæmt talningu Túrista. Ástæðan er sú að Wow Air og Easy Jet hafa aukið umsvif sín töluvert undanfarið ár.

Íslenska lággjaldaflugfélagið flýgur núna nærri tvisvar sinnum oftar en í febrúar í fyrra og ferðum Easy Jet fjölgaði úr þrettán í 56 á sama tímabili. Félögin þrjú stóðu undir nærri 95 prósent af öllu millilandaflugi héðan í febrúar eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

5 umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli í febrúar 2014, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 69,2%
  2. Wow air: 16,1%
  3. Easy Jet: 9%
  4. SAS: 2,1%
  5. Norwegian: 1,9%

TILBOÐ: Sérkjör á gistingu í Kaupmannahöfn, Berlín, Krít, Edinborg og Stokkhólmi
BÍLALEIGUBÍLL: Gerðu verðsamanburð á bílaleigum út um allan heim