Hlutfall Íslendinga lækkar þó ferðagleðin aukist

Á árunum fyrir hrun var annar hver farþegi í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með íslenskt vegabréf. Nú er staðan gjörbreytt.

Það flugu nærri því tvöfalt fleiri farþegar frá Keflavíkurflugvelli í fyrra en árið 2003 þegar þeir voru 600 þúsund talsins. Þetta sýna talningar Ferðamálastofu sem ná yfir allar þá farþega sem innrita sig í flug í Keflavík. Farþegar sem aðeins millilenda eru ekki taldir með.

Þegar rýnt er í þessar talningar sést að hlutfall Íslendinga í farþegahópnum var á bilinu 48,6 prósent til 52,3 prósent á árunum 2003 til 2007. Síðan fór ferðum Íslendinga fækkandi en ferðamannastraumurinn hingað jókst mikið. Þó góður stígandi hafi verið í utanlandsreisum Íslendinga á ný síðustu ár þá var innan við þriðji hver farþegi í innritunarsal flugstöðvarinnar í fyrra Íslendingur. Lækkaði hlutfallið um tíund frá árinu 2012. Sú þróun gæti haldið áfram því eins og Túristi greindi frá í gær þá gerðist það í fyrsta skipti í síðasta mánuði að Íslendingar voru ekki fjölmennasta þjóðin sem flaug til útlanda frá Keflavík. Bretar tóku fyrsta sætið og munar þar um að flug til Bretlands hefur meira en tvöfaldast síðustu tvö ár samkvæmt athugun Túrista.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig hlutfall Íslendinga í hópi farþega á Keflavíkurflugvelli hefur lækkað síðan árið 2003 þegar mælingar Ferðamálastofu hófust. Farþegar sem aðeins millilenda eru ekki taldir með.

TILBOÐ: 15% afsláttur í KaupmannahöfnÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?