Keflavíkurflugvöllur á heiðurslista

Sex flugvellir bættust í vikunni við lista þeirra bestu og einn af þeim er sá íslenski. Aðeins þrjár aðrar evrópskar flughafnir hafa komist í þennan hóp.

Alþjóðasamtök flugvalla, Airports Council International, hafa síðan árið 2008 staðið fyrir árlegri þjónustukönnun á flugvöllum víða um heim. Keflavíkurflugvöllur hefur komið það vel út úr þessum könnunum að hann hefur nú fengið sæti á sérstökum heiðurslista samtakanna. En aðeins flugvellir sem árlega hafa komist á lista yfir þá fimm bestu í sínum flokki geta orðið meðlimir að þessum útvalda hópi samkvæmt heimasíðu Airports Council International. Þrjár aðrar evrópskar flughafnir eru á listanum eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Þessi frábæri árangur er fyrst og fremst að þakka starfsfólki og samstarfsaðilum okkar á Keflavíkurflugvelli og áherslu á sífellt aukna þjónustu,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Flugvellir á heiðurslista Airports Council International:

Afríka

Kaíró (CAI)
Cape Town (CPT)
Durban (DUR)
Jóhannesarborg (JNB)

Asía

Peking (PEK)
Hong Kong (HKG)
Hyderabad Rajiv Gandhi (HYD)
Kuala Lumpur (KUL)
Nagoya (NGO)
Sjanghæ (PVG)
Singapúr (SIN)
Taívan Taoyuan (TPE)

Evrópa

Keflavík (KEF)
Malta (MLA)
Portó (POR)
Zurich (ZRH)

S-Afríka og Karabísku eyjannar

Cancun (CUN)
Guayaquill (GYE)
Sangster (MBJ)
San Jose (SJO)

Miðausturlönd

Abu Dhabi (AUH)
Doha (DOH)
Dubai (DXB)
Tel Aviv (TLV)

N-Ameríka

Austin (AUS)
Dallas Forth Worth (DFW)
Halifax (YHZ)
Ottawa (YOW)

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
GISTING: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM