Samfélagsmiðlar

Skandinavískt sumarfrí

Það er flogið beint til átta borga og bæja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er því engin ástæða til að byrja og enda ferðalagið á sama flugvelli.

Er kominn tími til að gera frændþjóðunum góð skil? Í sumar geturðu byrjað reisuna um Skandinavíu í Stavanger og flogið heim frá Stokkhólmi eða tekið ferju frá Kaupmannahöfn til Oslóar. Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir þá túrista sem vilja ekki vera bundna af því enda ferðalagið á sama flugvelli og það hófst.

Bjartviðri hjá bóhemum

Kragerø við Oslóarfjörð og Skagen, nyrsti bær Jótlands, eiga það sammerkt að hafa verið heimkynni nokkurra af þekktustu listmálurum Norðurlanda og og vera mjög sólríkir bæir. Það er hægt að gera þessum björtu listamannanýlendum skil í einni utanlandsferð með því að nýta sér ferjusiglingar Stena Line milli Oslóar og Frederikshavn á Jótlandi. Þar má svo leigja bíl og kynna sér nyrsta hluta Jótlands áður en haldið er heim frá Billund.

Á slóðir Astridar

Er kominn tími á að fara með börnin í heimsókn til Línu, Emils og Kalla á þakinu? Skemmtigarður Astridar Lindgren er miðja vegu á milli Stokkhólms og Gautaborgar en flogið er héðan til beggja þessara borga. Ef ferðalagið hefst í Stokkhólmi liggur beint við að heimsækja Junibacken safnið þar sem persónur úr bókum Astridar eru í aðalhlutverki. Síðan er tilvalið að borða á Wasahof bístróinu við Dalagatan 46 en skáldkonan bjó fyrir ofan veitingastaðinn í 61 ár. Síðan er lestin tekin til Vimmberby og þar má leigja kofa í tvær nætur á meðan á meðan skemmtigarðinum Astrid Lindgrens värld eru gerð góð skil. Við komuna til Gautaborgar er stutt í Liseberg, stærsta skemmtigarð Norðurlanda.

Siglt milli flugvalla

Það tekur um tíu tíma að keyra frá Bergen norður til Þrándheims en það er örugglega miklu skemmtilegra að gefa sér 37 tíma í túrinn um borð í ferju Hurtigruten. Tveggja nátta sigling kostar um fimmtíu þúsund krónur með norska skipafélaginu en einnig er hægt að fara mun lengri norður með Hurtigruten.

Nýjar danskar kartöflur

Uppáhalds kartöflur Dana eru upprunar á eyjunni Samsø úti fyrir austurstönd Jótlands. Til þessarar litlu eyju má sigla frá Kalundborg á Sjálandi eftir að hafa endurnýjað kynni sín af Kaupmannahöfn. Við komuna til Samsø er rakleiðis haldið á næstu krá og pantaður kartoffelmad; rúgbrauð með þunnt sneiddum, köldum kartöflum, majónesi og graslauk. Ferðinni er svo haldið áfram yfir á eina fastaland Dana og flogið heim frá Billund, heimabæ Legósins.

Tvær höfuðborgir í einu

Oslóarbáturinn siglir frá Nordhavn í Kaupmannahöfn seinnipart dags og kemur til Oslóar morguninn eftir. Þar sem flugsamgöngur milli Keflavíkur og þessara tveggja borga eru mjög góðar má reglulega finna ódýra flugmiða á þessum leiðum.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl


Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …