Samfélagsmiðlar

Skandinavískt sumarfrí

Það er flogið beint til átta borga og bæja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er því engin ástæða til að byrja og enda ferðalagið á sama flugvelli.

Er kominn tími til að gera frændþjóðunum góð skil? Í sumar geturðu byrjað reisuna um Skandinavíu í Stavanger og flogið heim frá Stokkhólmi eða tekið ferju frá Kaupmannahöfn til Oslóar. Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir þá túrista sem vilja ekki vera bundna af því enda ferðalagið á sama flugvelli og það hófst.

Bjartviðri hjá bóhemum

Kragerø við Oslóarfjörð og Skagen, nyrsti bær Jótlands, eiga það sammerkt að hafa verið heimkynni nokkurra af þekktustu listmálurum Norðurlanda og og vera mjög sólríkir bæir. Það er hægt að gera þessum björtu listamannanýlendum skil í einni utanlandsferð með því að nýta sér ferjusiglingar Stena Line milli Oslóar og Frederikshavn á Jótlandi. Þar má svo leigja bíl og kynna sér nyrsta hluta Jótlands áður en haldið er heim frá Billund.

Á slóðir Astridar

Er kominn tími á að fara með börnin í heimsókn til Línu, Emils og Kalla á þakinu? Skemmtigarður Astridar Lindgren er miðja vegu á milli Stokkhólms og Gautaborgar en flogið er héðan til beggja þessara borga. Ef ferðalagið hefst í Stokkhólmi liggur beint við að heimsækja Junibacken safnið þar sem persónur úr bókum Astridar eru í aðalhlutverki. Síðan er tilvalið að borða á Wasahof bístróinu við Dalagatan 46 en skáldkonan bjó fyrir ofan veitingastaðinn í 61 ár. Síðan er lestin tekin til Vimmberby og þar má leigja kofa í tvær nætur á meðan á meðan skemmtigarðinum Astrid Lindgrens värld eru gerð góð skil. Við komuna til Gautaborgar er stutt í Liseberg, stærsta skemmtigarð Norðurlanda.

Siglt milli flugvalla

Það tekur um tíu tíma að keyra frá Bergen norður til Þrándheims en það er örugglega miklu skemmtilegra að gefa sér 37 tíma í túrinn um borð í ferju Hurtigruten. Tveggja nátta sigling kostar um fimmtíu þúsund krónur með norska skipafélaginu en einnig er hægt að fara mun lengri norður með Hurtigruten.

Nýjar danskar kartöflur

Uppáhalds kartöflur Dana eru upprunar á eyjunni Samsø úti fyrir austurstönd Jótlands. Til þessarar litlu eyju má sigla frá Kalundborg á Sjálandi eftir að hafa endurnýjað kynni sín af Kaupmannahöfn. Við komuna til Samsø er rakleiðis haldið á næstu krá og pantaður kartoffelmad; rúgbrauð með þunnt sneiddum, köldum kartöflum, majónesi og graslauk. Ferðinni er svo haldið áfram yfir á eina fastaland Dana og flogið heim frá Billund, heimabæ Legósins.

Tvær höfuðborgir í einu

Oslóarbáturinn siglir frá Nordhavn í Kaupmannahöfn seinnipart dags og kemur til Oslóar morguninn eftir. Þar sem flugsamgöngur milli Keflavíkur og þessara tveggja borga eru mjög góðar má reglulega finna ódýra flugmiða á þessum leiðum.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl


Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …