Stundvísitölur: Nokkrar langar tafir settu strik í reikninginn

klukka

Langflest millilandaflug fóru á réttum tíma í febrúar en þó þurftu sumir farþegar að sætta sig við nokkurra klukkutíma töf.

Rúmlega níu af hverjum tíu ferðum umsvifamestu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli voru áætlun í síðasta mánuði. Hjá Easy Jet og Wow Air komu og fóru vélarnar í 96 prósent tilvika á auglýstum tíma en hjá Icelandair var hlutfallið 89 prósent.

Meðaltöfin var mest hjá Wow Air og spilar þar inn í langar tafir á tveimur brottförum félagsins frá Keflavík. Einni heimferð Icelandair seinkaði líka um nokkra klukkutíma og stóðust komutímar félagins ekki eins oft og brottfarartímarnir eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Í febrúar voru oftast flogið til Lundúna en þar á eftir til Kaupmannahafnar og Oslóar.

 

Stundvísitölur Túrista – febrúar 2014

1.-28.febrúar Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair

93%

1 mín 85% 4 mín 89% 2 mín 854
Wow Air 96% 11 mín 96% 3 mín 96% 7 mín 199
Easy Jet 95% 1 mín 96% 1 mín 96% 1 mín 112

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um minna en korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru 14 mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru lengri en 15 mínútur. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Gilderic/Creative Commons