Sumarfargjöldin sveiflast upp og niður

Þú getur ekki lengur fundið hræbillegt flug til Alicante eða Barcelona í sumar en ef ferðinni er heitið til Hamborgar eða Zurich þá gæti verið ódýrara að bóka ferðina þangað núna en það var í byrjun árs.

Á sumrin bætist fjöldi áfangastaða við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar og í heildina verður flogið til 48 borga yfir aðalferðamannatímann. Til nokkurra þeirra er samkeppni um farþegana og í byrjun árs kannaði Túristi verðmuninn á milli þeirra félaga sem fljúga til Alicante, Barcelona, Hamborgar, Mílanó og Zurich.

Með sömu aðferð höfum við nú kannað verðin á nýjan leik og þá kemur í ljós að fargjöldin hafa sumstaðar hækkað töluvert, annars staðar er farmiðinn ódýrari og svo hefur hann líka staðið í stað. Hafa skal í huga að úrvalið af ódýrum flugum hefur minnkað frá því í janúar en þeir sem eru sveigjanlegir geta ennþá fundið töluvert af ódýrum flugmiðum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í könnunum eru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför í hverjum sumarmánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þegar við á og gengi dagsins í dag er notað til að reikna út verð erlendu félaganna. Kannanirnar voru gerðar 8. janúar og 12.mars.

Alicante – Primera Air fer upp að hlið Wow Air

Í ársbyrjun kostuðu ódýrustu sætin hjá Primera Air til Alicante á bilinu 33 til 41 þúsund krónur. Það var um helmingi ódýrara en Wow Air bauð. Fargjöld þess síðarnefnda hafa hins vegar staðið í stað á meðan ódýrustu sætin hjá Primera Air eru uppseld. Í dag er því lítill munur á félögunum tveimur.

Primera Air
WOW air
Jún61.409 kr.64.292 kr.
Júl62.409 kr.64.292 kr.
Ágú49.609 kr.54.292 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona – Spánverjarnir bjóða ennþá betur

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling flýgur mun oftar milli Keflavíkur og Barcelona í sumar en íslensku félögin tvö. Fargjöld Vueling voru um fimmtungi ódýrari en það lægsta sem fannst hjá Icelandair og Wow Air í byrjun árs. Núna hafa verðin hjá Icelandair og spænska félaginu hækkað töluvert á meðan þau hafa lítið breyst hjá Wow Air.

IcelandairVuelingWOW air
Jún73.080 kr.52.055 kr.61.561 kr.
Júl80.980 kr.52.055 kr.57.561 kr.
Ágú68.380 kr.53.614 kr.53.571 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Hamborg – Ódýrt í júní

Það er ennþá hægt að fljúga til næst fjölmennustu borgar Þýskalands í byrjun sumars fyrir undir 32 þúsund krónur. Ódýrustu fargjöld þýsku félaganna Airberlin og German Wings í júli hafa lækkað um nærri 20 prósent frá í ársbyrjun og verðin hjá Icelandair í júní og ágúst hafa staðið í stað en hækkað í júlí.

AirberlinGerman WingsIcelandair
Jún32.525 kr.31.740 kr.41.010 kr.
Júl35.304 kr.41.020 kr.54.201 kr.
Ágú38.267 kr.44.139 kr.41.010 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

Mílanó – Hækka og lækka á víxl

Í byrjun janúar fundust lægstu fargjöld sumarsins til Mílanó hjá Wow Air í öllum tilvikum. Núna hefur hins vegar ódýrasta farið hjá Icelandair í ágúst lækkað um 17 þúsund krónur.

IcelandairWOW air
Jún60.150 kr.42.825 kr.
Júl63.550 kr.56.645 kr.
Ágú54.050 kr.62.645 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

Zurich – Ódýrara í júní og ágúst

Ódýrasta fargjald Wow Air til Zurich í júní er fjögur þúsund krónum lægra í dag en það var í byrjun árs. Hjá Icelandair nemur lækkunin þúsund krónum. Hjá báðum félögum er líka hægt að finna mun ódýrari fargjöld í ágúst en voru í boði í síðustu könnun Túrista. Wow Air hefur hækkað töluvert í júlí en hjá Icelandair stóð verðið í stað.

IcelandairWOW air
Jún51.850 kr.53.688 kr.
Júl59.250 kr.84.703 kr.
Ágú51.850 kr.61.688 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista