Samfélagsmiðlar

Sumarfargjöldin sveiflast upp og niður

Þú getur ekki lengur fundið hræbillegt flug til Alicante eða Barcelona í sumar en ef ferðinni er heitið til Hamborgar eða Zurich þá gæti verið ódýrara að bóka ferðina þangað núna en það var í byrjun árs.

Á sumrin bætist fjöldi áfangastaða við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar og í heildina verður flogið til 48 borga yfir aðalferðamannatímann. Til nokkurra þeirra er samkeppni um farþegana og í byrjun árs kannaði Túristi verðmuninn á milli þeirra félaga sem fljúga til Alicante, Barcelona, Hamborgar, Mílanó og Zurich.

Með sömu aðferð höfum við nú kannað verðin á nýjan leik og þá kemur í ljós að fargjöldin hafa sumstaðar hækkað töluvert, annars staðar er farmiðinn ódýrari og svo hefur hann líka staðið í stað. Hafa skal í huga að úrvalið af ódýrum flugum hefur minnkað frá því í janúar en þeir sem eru sveigjanlegir geta ennþá fundið töluvert af ódýrum flugmiðum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í könnunum eru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför í hverjum sumarmánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þegar við á og gengi dagsins í dag er notað til að reikna út verð erlendu félaganna. Kannanirnar voru gerðar 8. janúar og 12.mars.

Alicante – Primera Air fer upp að hlið Wow Air

Í ársbyrjun kostuðu ódýrustu sætin hjá Primera Air til Alicante á bilinu 33 til 41 þúsund krónur. Það var um helmingi ódýrara en Wow Air bauð. Fargjöld þess síðarnefnda hafa hins vegar staðið í stað á meðan ódýrustu sætin hjá Primera Air eru uppseld. Í dag er því lítill munur á félögunum tveimur.

Primera Air
WOW air
Jún61.409 kr.64.292 kr.
Júl62.409 kr.64.292 kr.
Ágú49.609 kr.54.292 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona – Spánverjarnir bjóða ennþá betur

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling flýgur mun oftar milli Keflavíkur og Barcelona í sumar en íslensku félögin tvö. Fargjöld Vueling voru um fimmtungi ódýrari en það lægsta sem fannst hjá Icelandair og Wow Air í byrjun árs. Núna hafa verðin hjá Icelandair og spænska félaginu hækkað töluvert á meðan þau hafa lítið breyst hjá Wow Air.

IcelandairVuelingWOW air
Jún73.080 kr.52.055 kr.61.561 kr.
Júl80.980 kr.52.055 kr.57.561 kr.
Ágú68.380 kr.53.614 kr.53.571 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Hamborg – Ódýrt í júní

Það er ennþá hægt að fljúga til næst fjölmennustu borgar Þýskalands í byrjun sumars fyrir undir 32 þúsund krónur. Ódýrustu fargjöld þýsku félaganna Airberlin og German Wings í júli hafa lækkað um nærri 20 prósent frá í ársbyrjun og verðin hjá Icelandair í júní og ágúst hafa staðið í stað en hækkað í júlí.

AirberlinGerman WingsIcelandair
Jún32.525 kr.31.740 kr.41.010 kr.
Júl35.304 kr.41.020 kr.54.201 kr.
Ágú38.267 kr.44.139 kr.41.010 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

Mílanó – Hækka og lækka á víxl

Í byrjun janúar fundust lægstu fargjöld sumarsins til Mílanó hjá Wow Air í öllum tilvikum. Núna hefur hins vegar ódýrasta farið hjá Icelandair í ágúst lækkað um 17 þúsund krónur.

IcelandairWOW air
Jún60.150 kr.42.825 kr.
Júl63.550 kr.56.645 kr.
Ágú54.050 kr.62.645 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

Zurich – Ódýrara í júní og ágúst

Ódýrasta fargjald Wow Air til Zurich í júní er fjögur þúsund krónum lægra í dag en það var í byrjun árs. Hjá Icelandair nemur lækkunin þúsund krónum. Hjá báðum félögum er líka hægt að finna mun ódýrari fargjöld í ágúst en voru í boði í síðustu könnun Túrista. Wow Air hefur hækkað töluvert í júlí en hjá Icelandair stóð verðið í stað.

IcelandairWOW air
Jún51.850 kr.53.688 kr.
Júl59.250 kr.84.703 kr.
Ágú51.850 kr.61.688 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

Vinsælt: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg fyrir lesendur Túrista

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …