Þangað var ferðinni heitið í febrúar

Að jafnaði hófu farþegaþotur sig til flugs frá Keflavík 22 sinnum á dag í síðasta mánuði. Hér þær tíu borgir sem oftast var flogið til.

Í febrúar var boðið upp á áætlunarflug til tuttugu og þriggja borga frá Keflavíkurflugvelli og voru ferðirnar 618 talsins samkvæmt talningu Túrista. Þar af var um fjórðungur þeirra til flugvallanna í nágrenni við höfuðborg Bretlands. En eins og fjallað var um hér á síðunni nýverið þá hefur framboð á flugi til London meira en tvöfaldast frá því fyrir tveimur árum síðan.

Kaupmannahöfn er í öðru sæti yfir þá áfangastaði sem oftast er flogið til og Osló í því þriðja eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Til Lundúna fljúga þrjú flugfélög og það sama gildir um Osló. Það stefndi í álíka samkeppni um farþega á leið til Kaupmannahafnar en í síðustu viku ákváðu forsvarsmenn Norwegian að nýta sér ekki afgreiðslutíma sem þeir höfðu fengið í Keflavík fyrir flug til Kastrup. Icelandair og Wow Air verða því áfram ein á þeirri flugleið .

Vægi áfangastaðanna í brottförum talið í febrúar:

  1. London: 25,6%
  2. Kaupmannahöfn: 12,9%
  3. Osló 9,2%
  4. París: 5,8%
  5. Stokkhólmur: 5,2%
  6. New York: 5%
  7. Boston: 4,5%
  8. Amsterdam: 4,2%
  9. Manchester: 4%
  10. Seattle: 3,2%

Flogið til 48 borga í sumar

    VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl
    HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim