Svona mikið bætist við fargjaldið

Sautján flugfélög sjá um að ferja farþega frá Keflavík til útlanda í sumar. Mörg þeirra rukka sérstaklega fyrir farangur, frátekin sæti og kreditkortagreiðslur. Stundum er því ómögulegt að bóka það fargjald sem er auglýst.

Stórar ferðatöskur eru þyrnir í augum forsvarsmanna Ryanair, stærsta lágjaldaflugfélags Evrópu. Þeir ætla því að hækka töskugjaldið þangað til að aðeins fimmti hver farþegi tímir að borga undir meira en handfarangur. Afstaða stjórnenda flugfélaganna sem halda uppi Íslandsflugi er aðeins mildari og oftar en ekki er ein taska innifalin í fargjaldinu. Sum rukka hins vegar rúmar þrjú þúsund fyrir eina tösku, aðra leiðina. Það munar um minna fyrir vísitölufjölskylduna sem er á leið í langt sumarfrí.

Dýrt að borga

Töskugjaldið er ekki það eina sem þarf að taka með í reikninginn. Það kostar einnig að tryggja ferðafélögunum sæti hlið við hlið og líkt og Túristi vakti máls á þá getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að komast hjá því gjaldi.

Þar sem íslensk deberkort eru sjaldan gjaldgeng á netinu þá komumst við ekki hjá kreditkortaþóknuninni. Bókunargjald er heldur ekki alltaf innifalið og því engin leið að bóka tilboðsverð sumra flugfélaga því það að ganga frá pöntun kostar sitt.

Hér fyrir neðan eru þau gjöld sem geta bæst við farmiðaverðið þegar flogið er til útlanda næstu misseri.

Gjöld erlendu flugfélaganna eru reiknuð út frá gengi 17.mars og námunduð að heilum tug.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Mynd: geishaboy500/Creative Commons