Þriðja mesta hækkunin á hótelum Reykjavíkur

Breskir ferðamenn borguðu tíu pundum meira fyrir hótelgistingu í höfuðborginni í fyrra í samanburði við árið á undan. Aðeins í tveimur öðrum borgum í Evrópu hækkað veðrið meira.

Þeir Bretar sem bókuðu hótel í Reykjavík í fyrra í gegnum hina vinsælu leitarsíðu Hotels.com fengu nóttina að jafnaði á um 16.700 krónur. Er þetta 13 prósentum hærra verð, í pundum talið, en árið á undan. Aðeins í Vilníus í Lítháen og Albufeira í Portúgal hækkaði verðið meira samkvæmt samantekt hótelleitarsíðunnar. Dublin og Riga eru í næstu sætum á eftir Reykjavík yfir þær evrópsku borgir þar sem hótelgistingin hækkaði mest á síðasta ári.

Breskir ferðamenn þurfu líka að borga hærra verð fyrir gistingu út á landi í samanburði við síðasta ár og nam hækkunin á landsvísu þrettán prósentum líkt og í Reykjavík. Þess ber að geta að íslenska krónan styrktist um sjö af hundraði gagnvart breska pundinu á síðsta ári en ekki virðist tekið tillit til þess í skýrslu Hotels.com.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl