Vara við Expedia og billegum Tyrklandsreisum

Endurgreiðslur berast seint eða alls ekki frá stærstu netferðaskrifstofu heims og ef verðið á utanlandsferðinni er of gott til að vera satt, þá er það sennilega raunin.

Neytendaþátturinn Kontant er sýndur vikulega í danska ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir. Umsjónarmenn hans hafa undanfarið tekið ferðaþjónustuna fyrir. Í þætti vikunnar kom meðal annars fram að Félag danskra ferðaskrifstofa varar fólk við því að eiga viðskipta við netbókunarfyrirtækið Expedia sem er líklega eitt það stærsta sinnar tegundar í heiminum. Ástæðan er sú að fyrirtækið gerir ekki upp við óánægða viðskiptavini líkt og reglur Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Fólk þarf að ganga ítrekað eftir endurgreiðslum og jafnvel hóta lögsókn áður en peningurinn ratar til baka á bankareikning viðkomandi.

Expedia rekur söluskrifstofu í Danmörku en forsvarsmenn hennar vildu þó ekki mæta í þáttinn til að svara fyrir þessar ásakanir að sögn vefmiðilsins Standby.dk.

Of ódýrar ferðir?

Fyrr í mánuðinum fékk svo ferðaskrifstofan TSS það óþvegið danska ríkissjónvarpinu. TSS býður upp átta daga hringferðir um Tyrkland sem eru miklu ódýrari en þekkist á danska markaðnum. Að auki er aðeins gist á fjögurra og fimm stjörnu hótelum. En ástæðan fyrir þessu lága verði er sögð vera sú að ferðalangarnir eru lokkaðir á markaði þar sem þeim eru seld teppi, leðurvörur og skartgripir á uppsprengdu verði. Ferðaskrifstofan fær svo greitt frá verslunarfólkinu og þannig er hægt að halda fargjaldinu svona lágu.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
GISTING: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM