Verð íslensku félaganna standa í stað en Easy Jet lækkar

Fargjöld Icelandair og Wow Air til London og Kaupmannahafnar í byrjun sumars breytast nánast ekkert milli ára ef bókað er með 3 mánaða fyrirvara. Öðru máli gegnir um verðþróunina hjá Easy Jet.

Fyrir tveimur árum hóf Túristi að fylgjast mánaðarlega með þróun fargjalda til London og Kaupmannahafnar en Osló var tekin með síðar. Flogið er nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring, til þessara þriggja borga og þær eru vinsælustu flugleiðirnar frá Keflavík.

Í könnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, ef bókað er með fjögurra og tólf vikna fyrirvara og bókunar- og farangursgjaldi er bætt við. Ferðirnar eru innan sömu viku og miðað er við að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur.

Þegar niðurstöður könnunar dagsins eru bornar saman við niðurstöður kannananna í mars 2012 og 2013 kemur í ljós að fargjöld í byrjun sumars hjá Icelandair og Wow Air breytast lítið sem ekkert milli ára, ef bókað er með tólf vikna fyrirvara. Hins vegar lækka verð Easy Jet til London í takt við að félagið fjölgar ferðum sínum hingað eins og sjá má á súluritinum hér fyrir neðan.

Ódýrara að bóka með stuttum fyrirvara

Verðsveiflur á farmiðum sem bókaðir eru með fjögurra vikna fyrirvara eru miklu meiri en ef pantað er þremur mánuðum fram í tímann þetta síðustu kannanir Túrista. Á næstu síðu má sjá hver lægstu fargjöld flugfélaganna eru í páskavikunni (vika 16) og annrri viku júnímánaðar (vika 24) til Kaupmannahafnar, London og Oslóar.

 

 

 

Ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir, í viku 16 (14-20.apríl) til Kaupmannahafnar, London og Oslóar:

Kaupmannahöfn Verð Osló Verð London Verð
Icelandair 43.260 kr. Icelandair 33.260 kr. Easy Jet 52.562 kr.
Wow air 36.220 kr. Norwegian 32.319 kr. Icelandair 44.330 kr.
    SAS 43.276 kr. Wow air 50.323 kr.

 

 

 

 

Ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir, í viku 24 (9-15.júní) til Kaupmannahafnar, London og Oslóar:

Kaupmannahöfn Verð Osló Verð London Verð
Icelandair 39.300 kr. Icelandair 38.210 kr. easyJet* 36.308 kr.
WOW air* 36.742 kr. Norwegian* 38.381 kr. Icelandair 43.560 kr.
    SAS 46.086 kr. WOW air* 38.173 kr.