Helmingi ódýrara að leigja bíl í júní en ágúst

Það er almennt ódýrara að fljúga út í byrjun sumars en í ágúst og það kostar líka töluvert meira að leigja bíl þegar líður á sumarið. Alla vega á Spáni.

Spánn hefur lengi notið mikilla vinsælda meðal íslenskra ferðamanna og í sumar verður flogið reglulega til Alicante, Barcelona og Madrídar. Þeir sem ætla að ferðast á eigin vegum um meginland Spánar munu sennilega flestir leigja sér bíl við komuna og verðið á þeirri þjónustu er mjög mismunandi.

Samkvæmt niðurstöðum verðkönnunar Túrista, á bílaleigum á flugvöllunum í Alicante og Barcelona, í febrúar þá margborgaði sig að bóka bílinn í gegnum bókunarsíður en ekki beint af stóru bílaleigunum. Þá kom líka í ljós að það er töluvert ódýrara að leigja bíl í júní en þegar líður á sumarið.

Mikill verðmunur

Túristi hefur á ný leitað eftir bílum í Alicante og Barcelona hjá tveimur bílaleigum og tveimur bókunarsíðum. Könnuð voru verð á millistórum bílum í flokknum „Compact“ og aðeins hjá bílaleigum með afgreiðslu í flugstöðvarbyggingu. Oft er hægt að fá ódýrari bíla fyrir utan flugstöðina.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan er verðmunurinn á milli mánaða allt að tvöfaldur og sama gildir um bilið á milli hæsta og lægsta verðs.

Ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum. Þess ber að geta að Rentalcars.com knýr áfram bílaleiguleit Túrista.

Verð á bílaleigubíl í flokknum „Compact“ á flugvöllunum í Alicante og Barcelona:

Alicante flugvöllur
14/6-28/6
26/7-9/8
Budget 48.161 kr. 108.247 kr.
Dohop 36.296 kr. 77.708 kr.
Hertz 76.810 kr. 133.799 kr.
Túristi.is/Rentalcars.com 34.503 kr. 70.354 kr.
Barcelona flugvöllur
14/6-28/6
26/7-9/8
Budget 53.427 kr. 108.092 kr.
Dohop 60.053 kr. 88.882 kr.
Hertz 85.327 kr. 126.210 kr.
Túristi.is/Rentalcars.com 48.684 kr. 83.937 kr.

 

 

 

 

 

NÝJAR GREINAR: Rífleg hækkun á töskugjaldiVesenið með þjórféð
ORLOFSHÚS: Í ALICANTEÍ BARCELONA

Mynd: Barcelona tourism