Einskonar Airwaves í Gautaborg

Outkast og The National eru meðal þeirra sem troða upp í næst fjölmennstu borg Svía í byrjun ágúst.

Það eru ekki allir tónlistarunnendur til í að kúpla sig út úr siðmenningunni í nokkra daga og flytja í tjaldbúðir til þess að geta sótt nokkra góða tónleika. Þess vegna njóta borgarhátíðir eins og Airwaves og Way Out West í Gautaborg vinsælda því þeir sem þær sækja þurfa ekki að taka þátt í útihátíð á milli tónleika.

Í Gautaborg er í raun um tvær hátíðir að ræða. Stay Out West þar sem minni spámenn spila á klúbbum, börum og kirkjum borgarinnar og Way Out West sem fer fram í Slottskogen, myndarlegum skógi í miðri borginni. Þar eru reistar nokkrar senur í tilefni af hátíðarhöldunum en þegar ballið er búið verða allir að fara heim því ekki má tjalda í skóginum.

Amerísk slagsíða í ár

Á hátíðinni eru alla jafna nokkrar alþjóðlegar stjörnur og svo úrval af því besta sem heimamenn hafa upp á að bjóða. Í ár eru koma stærstu nöfnin frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið Outkast og The National. Þaðan koma líka Neko Case, Conor Oberst og Queens of the Stone Age. Vinsælustu fulltrúar Svía eru svo tónlistarkonurnar Jenny Wilson og Veronica Maggio.

Miðinn á Way Out West kostar 1895 sænskar (um 32 þúsund íslenskar) og fer hátíðin fram helgina 7. til 9. ágúst.

Icelandair flýgur beint til Gautaborgar yfir sumarið og í dag kostar flugið dagana í kringum hátíðina 40.080 krónur.

VEGVÍSIR: GAUTABORG

Myndir: Way Out West. Janelle Monae mynduð af Marc Baptiste

BÍLALEIGUBÍLAR: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN