Fargjöld vorsins lækka milli ára

Farmiði sem bókaður er í dag til London og Kaupmannahafnar eftir fjórar vikur kostar minna núna en á sama tíma í fyrra og fyrir tveimur árum. Fargjöldin í júlí eru mun hærri.

Í dag kostar fjórðungi minna að bóka flug til Kaupmannahafnar með stuttum fyrirvara en það kostaði á sama tíma fyrir tveimur árum síðan. Þá var lægsta farið á nærri 46 þúsund en er núna á rúmar 34 þúsund krónur. Farið til London er fimmtungi ódýrara og hefur lækkað um átta þúsund krónur.

Túristi hefur fylgst mánaðarlega með verðþróun á þessum tveimur flugleiðum síðan vorið 2012. Þá, líkt og nú, fannst lægsta farið til London hjá Easy Jet en athygli vekur að fargjöld félagsins hafa farið stiglækkandi milli ára eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Í könnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, ef bókað er með fjögurra og tólf vikna fyrirvara og bókunar- og farangursgjaldi er bætt við. Ferðirnar eru innan sömu viku og miðað er við að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur.

Á næstu síðu má sjá samantekt á lægstu fargjöldum flugfélaganna í viku 20 (12.-18.maí) og viku 28 (7.-13.júlí).

Mun ódýrara til Kaupmannahafnar

Svo virðist sem verð Icelandair og Wow Air á flugi til höfuðborgar Danmerkur í maí fylgi sama mynstri. Í fyrra munaði litlu á íslensku félögunum og það sama er upp á teningnum núna en bæði hafa þó lækkað töluvert á milli ára. Ef ferðinni er hins vegar heitið til Kaupmannahafnar um miðjan júlí og miðarnir keyptir í dag þá þarf að borga um 65 þúsund fyrir sem er mun meira en til Oslóar og London (sjá nánar á næstu síðu).

Ódýrasta farið í viku 20 (12. til 18.maí) hjá hverju félagi fyrir sig.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM