Flogið til 50 borga í sumar

Fimm áfangastaðir bætast við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar í vor og framboð á flugi frá landinu hefur aldrei verið eins mikið. Túristi hefur kortlagt sumarið.

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur vaxið hratt síðustu ár. Þessi aukna eftirspurn eftir ferðum til Íslands kallar á tíðari flugsamgöngur og bein flug frá fleiri borgum en áður.

 

Íslenskir túristar njóta góðs af þessu og í sumar verður flogið héðan reglulega til 50 borga í Evrópu og N-Ameríku og þar af koma inn fimm nýjar. Það eru kanadísku borgirnar Edmonton og Vancouver, Basel og Genf í Sviss og breska borgin Birmingham. Við þetta mikla framboð bætist svo leiguflug ferðaskrifstofa á suðrænar slóðir.

Með því að smella á kortið hér fyrir neðan má sjá hvaða flugfélög fljúga hvert og hversu oft í viku. Einnig má stytta verðsamanburð á gistingu, orlofsíbúðum og bílaleigum í viðkomandi borgum.


View Áætlunarflug frá Keflavík sumarið 2014 in a larger map

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

Myndir: Ferðamálaráð borganna