Samfélagsmiðlar

Annað breskt lággjaldaflugfélag boðar komu sína

Breskum ferðamönnum fjölgaði um nærri því helming á síðasta ári og nú ætlar flugfélagið Flybe að fljúga hingað yfir aðalferðamannatímann.

Forsvarsmenn breska lággjaldaflugfélagsins Flybe hafa með skömmum fyrirvara ákveðið að hefja flug hingað frá Birmingham. Iceland Express bauð á sínum tíma upp á flug til þessarar næst fjölmennstu borgar Bretlands.

Íslandsflug Flybe hefst í lok júní og lýkur í byrjun september og farnar verða þrjár ferðir í viku. Flogið verður frá Keflavík rétt fyrir miðnætti og lent í Birmingham um klukkan fjögur að nóttu.

Samkvæmt athugun Túrista er lægsta fargjald Flybe 51,8 evrur sem jafngildir um átta þúsund krónum. Ódýrasta farið báðar leiðir er á tæpar nítján þúsund krónur og við það bætist töskugjald upp á fjögur þúsund krónur.

Með tilkomu Flybe verður Easy Jet ekki lengur eina breska flugfélagið sem býður upp á áætlunarflug hingað.

Mikil aukning í flugi til Bretlands

Líkt og áður hefur komið fram hér á síðunni þá hefur framboð á flugi héðan til London ríflega tvöfaldast síðustu tvö ár og er nú flogið þangað um fjörtíu ferðir í viku. Við það bætist svo flug til Bristol, Edinborgar, Glasgow og Manchester og nú Birmingham. Í heildina verður því flogið um átta sinnum á dag til Bretlands í sumar frá Keflavík.

Ferðamannastraumurinn hingað frá Bretlandi hefur aukist mjög hratt síðustu ár og í fyrra heimsóttu 137 þúsund Breta landið og nam viðbótin 45 prósentum frá árinu á undan samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Bandaríkjamenn eru næst fjölmennastir hér á landi og í fyrra komu um 120 þúsund ferðamenn þaðan.

BÍLALEIGUBÍLAR: BÓKAÐU Í DAG EN BORGAÐU SÍÐAR
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …