Samfélagsmiðlar

Hóta að fella niður frímiða fyrir flugáhafnir

Það eru ekki aðeins starfsmenn Icelandair sem standa í vinnudeilu þessa dagana því kollegar þeirra hjá Norwegian og Finnair eru einnig ósáttir við sín kjör. Forsvarsmenn norrænu flugfélaganna eru sagðir íhuga breytta starfsmannastefnu.

Í desember árið 2011 bauð Iceland Express flugmiða á starfsmannakjörum, eins og það var orðað í tilkynningu. Aðeins þurfti að greiða 2.475 krónur fyrir farið auk skatta en það er að minnsta kosti þrefalt ódýrara en lægstu fargjöldin eru í dag. Starfsmenn flugfélaga geta í einhverjum tilfellum aðeins greitt skattinn og því ferðast mjög ódýrt milli landa. Sambærilegar reglur gilda víða og samkvæmt frétt danska vefmiðilsins Checkin.dk íhuga stjórnendur Norwegian að fella niður þessi réttindi ef starfsmenn félagsins í Noregi og Danmörku vilja ekki ganga að kröfum þeirra um að gera aðskilda kjarasamninga eftir löndum.

Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem flugfélag grípur til þess konar aðgerða því samkvæmt frétt Checkin.dk voru allir þeir starfsmenn British Airways, sem lögðu niður störf í vinnudeilu árið 2010, sviptir réttinum á frímiðum.

Verktakar í stað fastra starfsmanna

Stjórnendur stærstu lággjaldaflugfélaga Evrópu hafa verið gagnrýndir fyrir að halda niðri kostnaði með því að ráða fólk á verktakasamningum og komast þannig hjá orlofs- og veikindagreiðslum líkt og Túristi greindi frá. Forsvarsmenn finnska flugfélagsins Finnair ætla hins vegar að taka upp álíka fyrirkomulag á nokkrum flugleiðum og ráða starfsmenn í gegnum dótturfélög í von um að snúa við rekstri félagsins. Á mánudag slitnaði hins vegar upp úr viðræðum forsvarsmanna Finnair og fulltrúa starfsmanna um þessar sparnaðaraðgerðir samkvæmt tilkynningu frá Finnair.

Í frétt Rúv um helgina kom fram að um þessar mundir eru kjaradeilur sjö hópa í flugþjónustunni hjá ríkissáttasemjara en gærkvöld af verkfalli starfsmanna Isavia frestað til 22. maí.

BÍLALEIGUBÍLAR: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …