Hótelprísarnir í hæstu hæðum vegna Söngvakeppninnar

Hótelstjórar í Kaupmannahöfn ætla ekki að gefa neinn afslátt þá daga sem Eurovision sirkusinn tekur yfir borgina.

Dagana 5. til 10. maí verður þriðjungi dýrara að búa á hóteli í Kaupmannahöfn en gerist og gengur. Ástæðan er sú að þá daga fer Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fram í borginni, eða Melodi Grand Prix eins og heimamenn kalla þessa samkomu.

Í frétt Politiken vilja hótelstjórar borgarinnar þó ekki viðurkenna að þeir séu að verðleggja gistinguna alltof hátt. Benda þeir á að maí sé háannatíma í ferðaþjónustu í Danmörku og að tónleikar Justin Timberlake á Parken fari fram þessa sömu viku. Eftirspurn eftir gistingu sé því mikil og líkt og í fluggeiranum þá hækki verðin  við þannig aðstæður.

Afsláttur fyrir lesendur

Búist er við að sextíu og fimm þúsund gestir muni koma til Kaupmannahafnar eftir mánuð til að fylgjast með Söngvakeppninni og samkvæmt Politiken er ennþá hægt að finna laus herbergi. Á Hotel Kong Frederik við Ráðhústorgið fá lesendur Túrista 15% afslátt af gistingunni og þar er laust en verðið er þó í hærri kantinum.

BÍLALEIGA: BÓKA NÚNA EN BORGA SÍÐAR