Hótelgestir setja morgunmatinn í fyrsta sæti

Kannski ættu fleiri hótelstjórar hafa morgunmatinn innifalinn í gistingunni. Hér eru þau atriði sem fólk telur mikilvægast að hótel bjóði upp á.

Þægilegt rúm og góð sturta komast ekki á lista yfir þá hluti sem notendur bókunarsíðunnar Hotels.com leggja mesta áherslu á þegar þeir velja á milli hótela. Síðan nýtur mikilla vinsælda víða um heim og sérstaklega í Bandaríkjunum.

Í könnun Hotels.com í fyrra settu flestir frítt þráðlaust net í fyrsta sæti en núna er það ókeypis morgunmatur sem vegur þyngst eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Topp 10 yfir það mikilvægasta á hótelinu

  1. Ókeypis morgunmatur
  2. Eigin veitingastaður
  3. Frítt þráðlaust net
  4. Bílastæði
  5. Gestamóttaka allan sólarhringinn
  6. Reyklaust hótel
  7. Sundlaug
  8. Bar
  9. Loftkæling
  10. Kaffi og te í lobbíinu

 

BÍLALEIGUBÍLAR: BÓKAÐU Í DAG EN BORGAÐU SÍÐAR
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN