Gefa leyfi fyrir sex nektarnýlendum inn í borginni

Það er ekki lengur bannað að ganga um allsber í þriðju stærstu borg Þýskalands, svo lengi sem þeir klæðalausu halda sig inn á afmörkuðum svæðum.

Í haust rann út bann við því að vera kviknakinn á almannafæri í Bæjaralandi í Þýskalandi. Síðan þá hafa verið miklar umræður um hvernig haldið skuli á málum nú þegar hitna fer í veðri og íbúarnir byrja að fækka fötum.

Í Munchen, höfuðstað Bæjaralands, hafa yfirvöld nú tekið þá ákvörðun að leyfa borgarbúum að fara úr öllu svo lengi sem þeir halda sig innan sex ákveðinna svæða í borginni. Samkvæmt frétt Telehgraph hefur það reyndar tíðkast lengi meðal íbúa borgarinnar að vera alveg berir, til dæmis í Englischer Garten og við ánna Isar. En með nýju reglunum verður athæfið löglegt.

Þau sex svæði sem leyfilegt er að vera allsber á í Munchen:

  1. Flaucher
  2. Feldmonchinger See
  3. Brudermuhlbrucke
  4. Mittlere-Isar-Strasse
  5. Eisbach, bakvið Haus der Kunst
  6. Schwabinger Bucht
Icelandair flýgur allt árið til Munchen og því stutt að fara fyrir þá sem vilja sóla sig í sumar án þess að fá far.