Segja flugfarþega eiga inni 37 milljarða bætur

Þegar flugferðum er aflýst eða seinkar um nokkra klukkutíma eiga farþegar oftast rétt á fébótum. Aðeins lítill hluti þeirra lætur reyna á réttarstöðu sína.

Flugfarþegi sem kemst ekki á áfangastað fyrr en þremur tímum eftir áætlaða komu gæti átt rétt á skaðabótum upp á níutíu þúsund krónur (600 evrur). Þessar reglur Evrópusambandsins gilda einnig hér á landi.

Skaðabótaskylda flugfélaganna er þó ekki alltaf skýr og um þessar mundir er unnið að nýrri löggjöf um réttindi flugfarþega á Evrópuþinginu. Hún gæti falið í sér að skekkjumörkin yrðu færð upp í fimm tíma sem myndi þar af leiðandi fækka þeim tilvikum sem farþegar ættu rétt á fébótum.

Aðeins 2 prósent farþega gerir kröfu

Þýska fyrirtækið Refund.me er eitt þeirra sem sérhæfir sig í að sækja bætur fyrir flugfarþega sem hafa lent í löngum töfum eða átt miða í flug sem var aflýst. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu eru forsvarsmenn flugfélaga orðnir mun fúsari til samstarfs nú en áður og á síðasta ári fengu skjólstæðingar Refund.me bætur í 94 prósent tilvika. Sérfræðingar fyrirtæksins áætla engu að síður að flugfélögin hafi komist hjá því að greiða um 37 milljarða króna í bætur á síðasta ári. Ástæðan er sú að aðeins tveir af hverjum hundrað farþegum láta reyna á rétt sinn.

BÍLALEIGUBÍLAR: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN