Stundvísitölur: Meiri tafir en oft áður

klukka

Farþegaþoturnar á Keflavíkurflugvelli komu og fóru á réttum tíma í um átta tilfellum af tíu í mars. Easy Jet var óstundvísara en íslensku félögin.

Umsvif Easy Jet hafa aukist hratt hér á landi og félagið býður nú upp á jafn margar ferðir og Wow Air gerði í mars í fyrra. Félagið er því tekið með í stundvísiútreikninga Túrista ásamt Icelandair og Wow Air. Ferðir annarra félaga eru það fáar að samanburður við þessi þrjú gefur ekki rétta mynd.

Í janúar og febrúar voru tafir í Íslandsflugi Easy Jet um ein mínúta að jafnaði en í síðasta mánuði var meðalseinkunin sautján og hálf mínúta. Munar þar miklu um nokkrar tafir upp á rúmlega fimm til sjö klukkutíma.  Lengstu tafir íslensku félaganna voru innan við tveir tímar. Hins vegar voru margar ferðir félaganna of seinar og aðeins um átta af tíu ferðum á tíma. Wow Air hélt oftar áætlun en Easy Jet og Icelandair eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Boðuð verkföll hjá starfsmönnum Keflavíkurflugvallar gætu sett strik í reikninginn hjá flugfarþegum hér á landi næstu daga og vikur.

Í mars fór meira en helmingur alla ferða frá Keflavík til Bandaríkjanna eða Bretlands.

 

Stundvísitölur Túrista – mars 2014

1.-31.mars Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair

80,5%

3 mín 73% 5 mín 77% 4 mín 1105
Wow Air 87% 1,5 mín 76% 3 mín 81,5% 2,5 mín 216
Easy Jet 73,5% 21 mín 83% 14 mín 78,5% 17,5 mín 128

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um minna en korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru 14 mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru 15 mínútur eða lengri. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Gilderic/Creative Commons