Samfélagsmiðlar

Tryggt ferðalag

Það eru sennilega flestir ef ekki allir ferðalangar með ferðatryggingu í gegnum kreditkort eða heimilistryggingu. Það nægir þó ekki alltaf nóg eins og sjá má á þessum dæmum.

Íslenskur ferðamaður sem leitar til læknis í Evrópu er mjög líklega beðinn um að framvísa Evrópska sjúkratryggingakortinu um leið og hann mætir á sjúkrahúsið. Ef ekkert er kortið þá þarf að sækja um bráðabirgðaútgáfu á því hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í fyrra þurftu um níu hundruð einstaklingar á þess háttar skyndiafgreiðslu að halda samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Það jafngildir því að um þrír íslenskir ferðalangar á dag hafi beðið um bráðabirgðaskirteini á síðasta ári. Það er um það bil tvöfalt fleiri en árið 2012.

Tryggingaskirteini koma líka að góðum notum en evrópskir heilbrigðisstarfsmenn eru líklegri til að biðja um hið samevrópska kort. Það er því vissara að hafa það í veskinu næst þegar haldið er í Evrópureisu. Sjúkratryggingakortið veitir margvísleg réttindi en ekki rétt til heimflutnings til Íslands. Það tekur heldur ekki til kostnaðar sem ekki telst vera beinn sjúkrakostnaður samkvæmt vef Sjúkratrygginga. Kortið kemur því ekki í stað hefðbundinna ferðatrygginga.

Há eigin áhætta

Það er ekki óalgengt að bílaleigur rukki aukalega um fimm þúsund krónur á dag fyrir að fella niður alla sjálfsábyrgð á ökutækjum. Á hefðbundnum bíl getur ábyrgðin numið um tvö hundruð þúsund krónum. Upphæðin er þó mismunandi eftir fyrirtækjum og bílategund. Bílaleigutrygginar eru innifaldar í einstaka kortatryggingum og þarf þá að virkja hana sérstaklega. Í þessum undantekningar tilvikum ber korthafin litla eigin áhættu en annars er leigutakinn ábyrgur fyrir allri sjálfsábyrgðinni.

Gjaldþrot flugfélaga

Þeir sem eru staddir í útlöndum þegar flugfélagið fer í gjaldþrot verða sjálfir að leggja út fyrir nýjum farmiða og gera svo kröfu í þrotabú fyrirtæksins. Sé ferðin ófarin er andvirði flugmiðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti afturkallað greiðsluna. Haustið 2008 fór flugfélagið Sterling í Danmörku í þrot. Fjölmargir urðu þá strandaglópar og í kjölfarið var flugfélögum, sem starfa í Danmörku, gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa gjaldþrotatryggingu um leið og flugmiði er pantaður frá Danmörku. Kostar hún tuttugu danskar krónur (um 420 kr.) og er Danmörk eina landið í Evrópu sem hefur tekið upp þessa tryggingu. Besta leiðin fyrir farþega hér á landi til að tryggja sig fyrir tjóni vegna gjaldþrots flugfélags er að kaupa flugið og hótelið saman, svokallaða alferð, af aðila með ferðaskrifstofuleyfi. Þá fæst tjónið bætt með skyldutryggingu sem þess háttar fyrirtæki verða að hafa og viðkomandi verður flogið heim án aukakostnaðar.

BÍLALEIGA: HELMINGI ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL Í BYRJUN SUMARS
NÝIR ÁFANGASTAÐIR: VANCOUVER OG GENF
HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …