Samfélagsmiðlar

Tryggt ferðalag

Það eru sennilega flestir ef ekki allir ferðalangar með ferðatryggingu í gegnum kreditkort eða heimilistryggingu. Það nægir þó ekki alltaf nóg eins og sjá má á þessum dæmum.

Íslenskur ferðamaður sem leitar til læknis í Evrópu er mjög líklega beðinn um að framvísa Evrópska sjúkratryggingakortinu um leið og hann mætir á sjúkrahúsið. Ef ekkert er kortið þá þarf að sækja um bráðabirgðaútgáfu á því hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í fyrra þurftu um níu hundruð einstaklingar á þess háttar skyndiafgreiðslu að halda samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Það jafngildir því að um þrír íslenskir ferðalangar á dag hafi beðið um bráðabirgðaskirteini á síðasta ári. Það er um það bil tvöfalt fleiri en árið 2012.

Tryggingaskirteini koma líka að góðum notum en evrópskir heilbrigðisstarfsmenn eru líklegri til að biðja um hið samevrópska kort. Það er því vissara að hafa það í veskinu næst þegar haldið er í Evrópureisu. Sjúkratryggingakortið veitir margvísleg réttindi en ekki rétt til heimflutnings til Íslands. Það tekur heldur ekki til kostnaðar sem ekki telst vera beinn sjúkrakostnaður samkvæmt vef Sjúkratrygginga. Kortið kemur því ekki í stað hefðbundinna ferðatrygginga.

Há eigin áhætta

Það er ekki óalgengt að bílaleigur rukki aukalega um fimm þúsund krónur á dag fyrir að fella niður alla sjálfsábyrgð á ökutækjum. Á hefðbundnum bíl getur ábyrgðin numið um tvö hundruð þúsund krónum. Upphæðin er þó mismunandi eftir fyrirtækjum og bílategund. Bílaleigutrygginar eru innifaldar í einstaka kortatryggingum og þarf þá að virkja hana sérstaklega. Í þessum undantekningar tilvikum ber korthafin litla eigin áhættu en annars er leigutakinn ábyrgur fyrir allri sjálfsábyrgðinni.

Gjaldþrot flugfélaga

Þeir sem eru staddir í útlöndum þegar flugfélagið fer í gjaldþrot verða sjálfir að leggja út fyrir nýjum farmiða og gera svo kröfu í þrotabú fyrirtæksins. Sé ferðin ófarin er andvirði flugmiðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti afturkallað greiðsluna. Haustið 2008 fór flugfélagið Sterling í Danmörku í þrot. Fjölmargir urðu þá strandaglópar og í kjölfarið var flugfélögum, sem starfa í Danmörku, gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa gjaldþrotatryggingu um leið og flugmiði er pantaður frá Danmörku. Kostar hún tuttugu danskar krónur (um 420 kr.) og er Danmörk eina landið í Evrópu sem hefur tekið upp þessa tryggingu. Besta leiðin fyrir farþega hér á landi til að tryggja sig fyrir tjóni vegna gjaldþrots flugfélags er að kaupa flugið og hótelið saman, svokallaða alferð, af aðila með ferðaskrifstofuleyfi. Þá fæst tjónið bætt með skyldutryggingu sem þess háttar fyrirtæki verða að hafa og viðkomandi verður flogið heim án aukakostnaðar.

BÍLALEIGA: HELMINGI ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL Í BYRJUN SUMARS
NÝIR ÁFANGASTAÐIR: VANCOUVER OG GENF
HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …