Samfélagsmiðlar

Álíka dýrt að borga undir tösku og ungabarn

Verðlagning á farmiðum fyrir yngstu farþegana er mismunandi eftir flugfélögum. Flest rukka tíund af fullorðinsfarinu á meðan önnur eru með fasta krónutölu.

Börn sem eru yngri en tveggja ára eiga ekki rétt á sérsæti um borð í flugvélum og þurfa því að sitja í fangi samferðamanna sinna. Það verður engu að síður að kaupa farmiða fyrir ungabörnin og það eru tvær ólíkar leiðir sem flugfélögin fara í verðlagninu á farmiðum fyrir þau yngstu. Annað hvort rukka þau fast gjald eða tíu prósent af almennu fargjaldi að frádregnum sköttum og gjöldum.

Samkvæmt athugun Túrista þá fara tólf af þeim sautján félögum, sem héðan fljúga í sumar, seinni leiðina. Lággjaldaflugfélögin eru hins vegar oftar með fast verð á ungabarnamiðum.

Lægst ef sá fullorðni kaupir ódýrasta miðann

Hjá Wow Air og Easy Jet er gjaldið 4000 krónur (22 pund hjá Easy Jet) fyrir hvern fluglegg. Þeir sem ná í ódýrustu fullorðinsmiðana hjá Icelandair, Norwegian eða SAS greiða 500 til 700 krónur fyrir farþega sem eru yngri en tveggja ára, hvora leið. Ef keyptur er miði sem kostar á bilinu 70 til 100 þúsund krónur þá er fargjaldið fyrir ungbarn sambærilegt við það sem lággjaldaflugfélögin rukka.

Ofantalin fimm flugfélög eru þau einu sem bjóða uppá áætlunarflug frá Keflavík allt árið um kring.

Töskurnar stundum innifaldar

Börnum fylgir oft talsverður farangur og hjá þeim flugfélögum sem rukka tíund fyrir börnin fylgir ein innrituð taska með í kaupunum. Sjaldnast er boðið upp á hressingu fyrir þennan hóp á meðan eldri börn fá oft mat og drykk. Hjá lággjaldaflugfélögunum borga allir fyrir að innrita farangur og þannig vill til að töskugjaldið er furðu nálægt því að vera jafn hátt og ungbarnafarmiði kostar. Þannig munar um 200 krónum á þessum tveimur gjöldum hjá Easy Jet og 550 krónum hjá Wow Air.

ÞETTA BÆTIST VIÐ FARGJALDIÐ

BÍLALEIGA: BÓKA NÚNA EN BORGA SÍÐAR

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …