Vancouver kemst á kortið

Jómfrúarferð Icelandair til Vancouver verður farinn um miðjan maí og af því tilefni hefur Túristi sett upp vegvísi fyrir borgina.

Lesendur bandaríska ferðablaðsins Conde Nast Traveller völdu Vancouver nýverið skemmtilegustu ferðamannaborg Kanada. Borgin skipar líka jafnan eitt af efstu sætunum á listum yfir byggilegustu þéttbýli í heimi. Heimamenn og túristar njóta því lífsins á þessum slóðum og eftir mánuð hefst beint áætlunarflug Icelandair til borgarinnar.

Íslendingum gefst því loks kostur á að fljúga beint til þessarar borgar sem er svo víða dásömuð.

Túristi tók nýverið hús á borgarbúum og hér má sjá vegvísi fyrir borgina þar sem finna má upplýsingar um nokkra af hápunktum borgarinnar, góða matsölustaði og gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn. Eins geta þeir sem vilja finna gistingu smellt hér.

Sjá vegvísi fyrir Vancouver

NÝJAR GREINAR: Álíka dýrt að borga undir tösku og ungabarn

Myndir: Ferðamálaráð Vancouver