Eitt þekktasta kennileiti Washington opnar á ný

Hið 170 metra háa minnismerki um fyrsta forseta Bandaríkjanna hefur verið girt af síðustu ár. Í byrjun sumars verður gestum aftur hleypt upp í topp súlunnar.

Jarðskjálftar eru sjaldgæfir í höfuðborg Bandaríkjanna en einN slíkur fór þó illa með minnismerki George Washington, í miðjun National Mall garðinum, fyrir nærri þremur árum. Síðan þá hafa yfirvöld varið sem jafngildir 1,7 milljörðum íslenskra króna í að endurbæta og styrkja þessa hæstu broddsúlu heims samkvæmt frétt The Telegraph.

Árlega heimsóttu um sex hundruð þúsund ferðamenn minnismerkið áður en því var lokað og þann tólfta maí gefst fólki á ný tækifæri á að kynna sér inniviði súlunnar og dást af útsýninu frá toppnum.

Lyfta fer með fólk upp í topp hennar og tekur ferðin upp um 70 sekúndur. Frá toppnum er gott útsýni yfir öll hin minnismerkin í National Mall, Hvíta húsið og þinghúsið á Capitol Hill.

Icelandair tilkynnti í síðustu viku að félagið hyggðist fljúga til höfuðborgar Bandaríkjanna allt árið um kring.

TENGDAR GREINAR: LEIÐIN FRÁ HVÍTA HÚSINU AÐ UPPÁHALDS HAMOBORGARABÚLLU FORSETAFRÚARINNAR
BÍLALEIGUBÍLAR: BÓKAÐU Í DAG EN BORGAÐU SÍÐAR
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN