Samfélagsmiðlar

Brot af því besta á Jótlandi

Eina fastaland Dana liggur vel við höggi á sumrin þegar boðið er upp á nokkrar ferðir í viku héðan til flugvallarins við Lególand.

Í átta af hverjum tíu tilvikum þá velja íslenskir ferðamenn í Danmörku að verja nóttinni á hóteli í Kaupmannahöfn. Á sumrin dreifum við okkur þó betur um landið og sérstaklega þegar áætlunarflug hefst til Billund á vorin. Á Jótlandi er fjöldi staða sem gera tilkall til þess að vera sá besti eða mesti í sínum flokki, alla vega í dönskum samanburði. Hér eru nokkrir af þessum hápunktum Jótlands.

Fallegasti bærinn

Á blómatíma seglskipanna byggðu skipstjórarnir sér reisuleg múrsteinshús með háum stráþökum í bænum Sønderho á eyjunni Fanø. Rúmlega sjötíu þeirra standa ennþá í dag og þorpsmyndin er því mjög heilleg í þessu litla kauptúni sem fékk flest atkvæði í valinu á fallegasta smábænum í Danmörku fyrir ekki svo löngu síðan.

 

 

Vinsæl hjólaleið

Löngu fyrir tíma járnbrauta og bíla lá ein aðal umferðaræð Danmerkur eftir miðju Jótlandi. Þessi 240 kílómetra vegur kallast Hærvejen og nær frá Viborg og suður til þýsku borgarinnar Padburg. Leiðin er vinsæl meðal hjólreiðafólks, sögu sinnar vegna og líka vegna náttúrufegurðarinnar.

Þeir sem vilja heldur hjóla við sjávarsíðuna geta farið bút af hjólaleið númer 1 (National Cykelrute 1). Sú liggur eftir vesturströnd Jótlands frá Rudbøl til Skagen og er um 530 kílómetra löng.

Hraðskreiðir rússibanar

Það kann að skjóta skökku við að í litlum bæ á austurhluta Jótlands sé að finna rússíbana sem kjörinn hefur verið sá sjötti besti í heimi. Tækið, sem gengur undir nafninu Piraten, kostaði rúman milljarð íslenskra króna og er það stærsta og hraðskreiðasta sinnar tegundar í Danmörku. Þessi stóra fjárfesting kom forsvarsmönnum garðsins á bragðið og þar er líka að finna stærsta vatnsrússibana N-Evrópu og Juvelen sem er lengsti rússibani Danmerkur.

Besti veitingastaður Norðurlanda

Þó Henne Kirkeby Kro hafi ekki ennþá hlotið stjörnu í ferðabókum Michelin þá var þessi huggulega sveitakrá kjörinn besti veitingastaður Norðurlanda fyrir tveimur árum síðan. Eftir að hinn breski Paul Cunningham tók við eldhúsi staðarins hafa vinsældir kráarinnar aukist enn frekar. Á kvöldin stendur valið á milli matseðla sem kosta tæpar tuttugu þúsund á mann en í hádeginu eru verðin viðráðanlegri og réttirnir á þrjú til fimm þúsund krónur.

Næst besta ströndin

Árlega stendur dagblaðið Berlingske fyrir kosningu á bestu baðströnd Danmerkur. Síðustu ár hefur Marielyst á Falster sigrað með nokkrum yfirburðum nema í fyrra þegar Bisnap Strand, stutt frá Álaborg, fékk álíka mörg atkvæði. Bisnap Strand þykir mjög barnvæn baðströnd enda aðgrunnt og þau yngstu geta því buslað í sjávarmálinu.

 

Icelandair flýgur til Billund allt að fjórum sinnum í viku frá vori og fram til loka október og Primera Air býður upp á vikulegar ferðir yfir sumarið.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …